Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ísland með hæsta hlutfall offitu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er fjallað um heilsu og heilbrigðisþjónustu á Íslandi í evrópskum samanburði. Þar kemur m.a. fram að hlutfall offitu meðal fullorðinna Íslendinga hafi farið úr 12% árið 2002 í 27% árið 2017.

Í fréttabréfinu kemur einnig fram að óhófleg áfengisneysla sé minni á Íslandi
en í mörgum Evrópusambandslöndum og á þetta bæði við um ungmenni og fullorðna. Í fréttabréfinu kemur fram að hér á landi neyti fullorðnir um það bil 20% minna áfengis heldur en íbúar ESB-landanna að meðaltali.

Þá er einnig fjallað um reykingar og kemur fram að árið 2018 reyktu innan við 10% fullorðinna Íslendinga daglega og er það hlutfall með því lægsta sem gerist í Evrópu. Þá reykja hlutfallslega færri ungmenni sígarettur hér á landi heldur en ungmenni ESB-landa að jafnaði. Hafa reykingar íslenskra ungmenna dregist stöðugt saman undanfarin ár.

Offitumet Íslendinga

Í Talnabrunninnum kemur þá fram að hlutfall offitu meðal fullorðinna Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi og hafi farið úr 12% árið 2002 í 27% árið 2017. Þar er Ísland nú með hæsta hlutfallið, sé miðað við ESB-lönd og Noreg. Offita er
einnig vandamál meðal íslenskra unglinga. Eru þá líkur leiddar að því að offitu hér á landi megi að einhverju leyti rekja til slæmra neysluvenja, þ.e. ónógrar neyslu á grænmeti og ávöxtum og of mikilli neyslu á sykurríkum matvælum þar sem að samkvæmt spurningakönnunum að dæma eru Íslendingar líklegri en íbúar ESB-landa til þess að stunda reglulega líkamsrækt.

Talnabrunn landlæknis má skoða hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -