Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Íslandsbanki sakaður um rasisma – Tara ver bankann – „Allt í einu farið að tala um kynþátt fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auglýsingu Íslandsbanka þar sem rætt er við Þorstein V. Einarsson femínista hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á Facebook. Í athugasemdum eru nokkrir sem saka bankanum um rasisma. Auglýsingin er hluti af svokölluðum „bransasögum“ þar sem rætt er við ýmislegt fólk í samfélaginu.

Nokkrir skrifa athugsemd og segja það rasisma hvernig Þorsteinn talar um hvíta menn. Hann haldi fram amerískri kreddu sem eigi varla við hér á landi. Jóhannes S. Ólafsson lögmaður skrifar athugasemd við auglýsinguna og segir:

„Þetta er ekki bankanum til framdráttar. Það að flokka fòlk yfir höfuð í hòpa eftir húðlit, er eitthvað sem var horfið og við ættum að berjast hart gegn endurlífgun slíkrar hugmyndafræði. En það að stunda slíka flokkun og telja það síðan viðkomandi hòp að einhverju leyti til vansa, að húð þeirra sé svona eða hinsegin á litinn, er hreinn rasismi. Ekki í fyrsta sinn sem þessi aðili talar til karlmanna sem hòps en passar sig að taka „non-white“ karlmenn út fyrir það mengi, enda ljòst að þeir eru ekki svona illa uppaldir eins og þessir hvítu? Er skv. þessu ekki þörf á því að þessir „brúnu og svörtu“ strákar taki sig saman í andlitinu og taki þátt í þessari báráttu sem hann óskar eftir að „hvítir“ geri? What the actual fuck?“


Annar maður tekur undir og svona tal um húðlit manna ekki æskilegan. „Við hvítu gagnkynhneigðu strákarnir? Sorglegt hvernig það er allt í einu farið að tala um kynþátt fólks í daglegu tali á Íslandi, sem einhverskonar gagnlega flokkun – eitthvað sem hefur byrjað að gerast bara á síðust tveim, þrem árum. Bein áhrif frá Bandaríkjunum. Eru „karlmennsku hugmyndir“ þeirra með dekkri húð „betri“ en annara?,“ spyr Jón Ásgeir Jónsson.

Jón Ólafur Gústafsson segir viðtalið við Þorstein gott að flestu leiti, fyrir utan þetta. „Frábært video, en afhverju segir hann „Gangkynhneigðir HVÍTIR strákar?“ erum við ekki árið 2020 nei bara spyr okbæ. Þú ert greinilega bara rastisti með naglalakk ekki femínsti.“

Sigursteinn Snorrason hélt að svona flokkun með húðlit væri liðin tíð. „Ég hélt að það væri ekki lengur til siðs að dæma fólk út frá kynjum, lit eða öðru slíku. En greinilega er ég að misskilja, enda ekki furða, miðað við hvernig ég fæddist.“

- Auglýsing -

Tara ver bankann

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, baráttukona gegn fitufordómum, kemur bankanum til varnar í athugasemd við fyrrnefnda gagnrýni Jóns Ásgeirs. „Kynþáttur og húðlitur fólks hefur alltaf verið ráðandi í lífi þeirra hvort sem það hefur verið talað um það eða ekki. Allt í lagi að fara að setja það í orð.“

Inga Henriksen dansari tekur undir með henni og skrifar: „Afhverju nefnir hann þennan hóp? Kannski vegna þess að þarna hjá þeim liggja fordómar? Og gagnvart minnihlutahópum. Þetta er hópurinn sem trúit ekki á að.það.sé til svokölluð nauðgunarmenning á Íslandi og segja ekki halla á annað kynið. Og það seu ekki svona miklir fordómar en þessi svör hér eru morandi í fordómum. Voða settlegum enn fordómum. Hann er ekki með rasisma. Og þeir sem apa upp eftir þeim fyrsta sem kemur með.það.komment hefur greinilega hvorki horft né hlustað. Það að segja að hvítir séu blindir a fordoma vegna eigin forréttimda er rett.. bara staðreynd og kallast forrettindablinda. Það að benda a það hvar þessar eitruðu hugmyndir liggja er ekki rasismi. Heldur staðreynd.“

Forréttindastuðull

Fyrrnefndur Jón Ásgeir svarar þeim fullum hálsi. „Inga og Tara: Húðlitur getur vissulega haft áhrif á líf fólks eins asnalegt og það er. En að draga lit húðar inní þetta mál, sem og flest önnur þessa dagana, þegar málefnið kallar alls ekki á það er kynþáttahyggja. Nema skilaboðin séu náttúrulega sú, að það sé skjalfest að hvítir karlmenn (lesist; forréttindapésar) séu öðrum síðri í þessum málum. Finnst það varla ríma við stöðu kvennréttinda og almenns hugmynda frjálsræðis í hinum vestræna heimi (miðað við aðra heimshluta) þar sem pésarnir eru nú flestir,“ skrifar hann og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Hin skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessu er að karlmenn með meira litarefni í húðinni, á Íslandi , njóti ekki forréttinda og því sé ekki hægt að ætlast til af þeim að breyta hegðun sinni ef hún er „eitruð“. Þá erum við komin í miklu flóknara pússluspil, þar sem við þurfum einnig að meta hvern hvítan karlmann eftir „forréttindastuðli“. Vega líf hans og svo dæma, hefur hann: misst foreldra/nákomna, lent í slysi, dílað við þunglyndi, misst vinnuna o.s.frv. Þeir sem skora nógu hátt á slíkum stuðli mega þá væntanlega halda sínum karlmennsku hugmyndum? Hljómar þetta fáránlega? Já það finnst mér líka.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -