Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Íslandsbanki spáir hagvexti í ár: „Við sáum myndarlegan vöxt í einkaneyslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka spáir góðu vaxtarári og segir allar forsendur fyrir uppsveiflu í ferðaþjónustu.

„Við sáum myndarlegan vöxt í einkaneyslu og sérlega myndarlegan í fjárfestingu,“sagði Jón í viðtali við Fréttablaðið og bætti við að útflutningsvöxtur yrði líklega aðeins minni en þau voru að vænta.
Þá spáir Íslandsbanki 4,7 prósenta hagvexti á árinu og fjöldi ferðamanna muni aukast töluert en þjóðhagsspá Íslandsbanka kom út í morgun.

„Einnig sjáum við talsverðan vöxt í eldisfiski og hugbúnaðarútflutningi og í fleiri greinum. Við munum einnig halda áfram að sjá kröftugan vöxt í einkaneyslu“.

Jón gerir ráð fyrir að ferðamenn þetta árið verði um 1,1 – 1,2 milljónir. Bretar hafa lengi stundað það að ferðast til Íslands að vetri til en mun það líklega breytast núna. Stór hluti ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir og segir hann fólk sem starfar innan ferðaþjónustunnar vera bjartsýnt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -