Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Íslendingar á Matartips! hrauna yfir KFC: „Eru starfsmenn KFC ekki læsir?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Hlynur Örn Kjartansson er síður en svo sáttur með þjónustu KFC á Íslandi. Ástæðan er sú að hann hefur síendurtekið fengið vitlaust afgreiddar pantanir á veitingastöðum fyrirtæksins.
Hlynur lætur óánægju sína í ljós í hópnum Matartips! á Facebook og fær þar fjölda ummæla þar sem fólk lýsir svipaðri reynslu. „Jæja vildi athuga hvernig þetta er hjá öðrum en ég fór á KFC í gær og held það sé án alls gríns 10 skipti í röð sem ég fæ ekki rétta pöntun eða einhvað vantar í pöntunina, ég er búinn að spurja fullt af fólki sem ég þekki og þau segja öll að meirihlutann af tímanum er gert einhver villa í pöntuninni. Eru starfsmenn KFC ekki læsir?,“ spyr Hlynur.
Nafni hans Michelsen telur sig vita skýringuna. „Ég er farinn að hallast að þvi að krakkarnir þarna hafi fengið fyrirmæli um það að afgreiða vitlaust en bara i takeaway,“ segir Hlynur.
Katrín Sandholt hefur svipaða sögu að segja. „Já lenti allt of oft í þessu, verst er að maður fer í lúgu og þetta fattast ekki fyrr en maður er kominn heim. Á inni nokkrar máltíðar orðið hjá þeim,“ segir Katrín.
Það gerir Gunnar Magnús Diego líka og hann segir ekkert þýða að kvarta yfir þessu. „Þýðir ekkert að kvarta, var beðinn um að senda tölvupóst en hef aldrei fengið nein svör frá þeim og veit ekki um neinn sem hef fengið svör,“ segir Gunnar.
Jón Alfreð Olgeirsson kannast líka of vel við vandamálið. „Ég fæ oftar rangt afgreitt en rétt. Ég held að þetta sé ekki starfsfólkinu að kenna. Það er eitthvað mikið að verkferlunum þarna. Ég hef svo oft bent þeim á þetta en fæ á tilfinninguna að þeim sé bara eiginlega sama. Yfirmennirnir vilja hafa þetta svona,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -