Laugardagur 24. september, 2022
9.2 C
Reykjavik

Íslendingar á Tenerife óttast Covid-framhaldið – Neyðarfundur yfirvalda í dag um jólavertíðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöld á Tenerife hafi misst Covid-faraldurinn úr böndunum og þriðja bylgjan hefur skollið á eyjuna af krafti. Eyjan er nú sú eyja í Kanaríeyjaklasanum sem verst hefur orðið úti í faraldrinum og fer nýgengi smita þar ört hækkandi. Jólaferð hundruð Íslendinga er nú í uppnámi og yfirvöld eru í dag á neyðarfundum til að ræða talsvert hertar sóttvarnaraðgerðir yfir hátíðirnar.

Á síðasta sólarhring létust sex manns af völdum Covid-19 á Tenerife. Innanlandssmit mælast nú fjöldamörg dag hvern og ljóst þykir að veiran grasserar nú á eyjunni. Frá og með föstudeginum næsta hefur það verið fest í lög að allir farþegar sem koma til Tenerife þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-próf.

Inni á Facebook-hópum áhugasamra Íslendinga um Tenerife má nú finna óttaslegnar raddir um neyðarfundi dagsins í dag og til hvaða hertu aðgerða verði gripið af hálfu yfirvalda yfir jólahátíðina. Þær verða tilkynntar síðar í vikunni. Nú þegar hafa stórar ferðaskrifstofur í álfunni boðað niðurfellingu ferða og hótelrekendur á Tenerife hafa margir boðað lokanir yfir hátíðirnar.

Þeir Íslendingar sem á eyjunni búa eru minnugir hinu langa útgöngubanni sem stóð yfir svo mánuðum skiptir í fyrstu bylgjunni síðasta vetur. Nú þegar eru í gildi takmarkanir á útivist frá því klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan sex að morgni og nú er talið að enn frekara útivistarbann verði sett á.

Tenerife eyjan er sú eyja í Kanaríeyjaklasanum sem verst hefur orðið úti í Kórónuveirufaldrinum og hafa smitin nú náð yfir 10 þúsund talsins. Hundruð Íslendinga stefna þangað út yfir hátíðirnar og hertar sóttvarnaraðgerðir sem þar hafa verið settar á kunna að setja ferð þeirra í uppnám.

Eins og áður sagði eru Kanarísk sóttvarnaryfirvöld á neyðarfundum í dag. Hvernig hertar sóttvarnaraðgerðir koma til með að hafa áhrif á jólaferð fjölda Íslendinga á eftir að koma fljótlega í ljós. Ferðakrifstofan Vita hafði ráðgert tvær brottfarir til Tenerife og eina til nágrannaeyjarinnar Gran Canaria en þessar þrjár ferðir hafa nú verið sameinaðar í eitt jólaflug. Flogið verður 22. desember frá Keflavík með 262 farþega um borð.

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir varar enn við öllum ferðum til útlanda og eru öll lönd skilgreind sem áhættusvæði. Farþegar sem koma til landsins hafa val um tvöfalda skimun, með 5 daga sóttkví á milli, eða 14 daga sóttkví. Skimun á landamærum er gjaldfrjáls til 31. janúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -