Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Íslendingar dást að Arnari – Óttast hefnd útgerðarinnar – „Gangi þér vel í vinnubanninu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hef því miður trú á því að það eina sem kemur út úr þessu er að hann fer á svartan lista og fær ekki vinnu á sjó aftur.“ Þetta skrifar sjómaður nokkur innan Facebook-hóps stéttarinar, Sjómenn á Íslandi, um Arnar Hilmarsson, háseta á Júlíusi Geirmundssyni. Hann rauf þögnina um hvað gerðist á skipinu í viðtali á RÚV í gær og lýst hvernig útgerðin neyddi COVID-veika menn að vinna.

Viðhorf ónefnda sjómannsins hér fyrir ofan er lýsandi fyrir viðbrögð margra landsmanna eftir viðtalið við Arnar. Hann er sagður nagli og hetja en margir óttast að útgerðin hefni sín. Tvítuga hetjan fái ekki vinnu í bráð. Helgi Seljan fréttamaður er einn þeirra sem segir þetta viðhorf sýna að eitthvað er skagt. Á Twitter skrifar hann:

„Orðu á þennan gæja. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað það eitt að stíga fram og tjá sig, er risavaxið skref fyrir gæja í hans stöðu. Að sama skapi er þögn ráðamanna fyrirsjáanlegri en flest. -Ertu eitthvað hræddur um að missa þína stöðu á skipinu út af þessu? „Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð.“ Þessi spurning er mjög eðlileg. Pælum samt aðeins í því?,“ segir Helgi.

Landsmönnum virðist mörgum brugðið við lýsingar Arnars. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, segir þetta það ógeðslegasta síðan faraldurinn kom upp á Íslandi. „Þetta er það ótrúlegasta – og ógeðslegasta – sem gerst hefur í Covid á Íslandi. Maður lifir í þeirri trú að Ísland sé – þrátt fyrir allt -betra en flest önnur samfélög. En að svona gerist í mínum gamla heimabæ er í senn sorglegt – og ótrúlegt. – Sægreifarnir halda áfram að auka orðstír sinn einsog enginn sé morgundagurinn,“ segir Össur.

Samflokkskona hans, Helga Vala Helgadóttir, segir nokkuð ljóst að lög hafi verið brotin. „Þetta er svakalegt viðtal. Það er morgunljóst að þetta er skýrt brot á sóttvarnarlögum og sjómannalögum og bara öllum réttindum þeirra sem þarna starfa eða störfuðu. Tek ofan fyrir Arnari Hilmarssyni og dáist að hugrekki hans. Nú þurfa stjórnvöld og að því mér sýnist ákæruvaldið að bregðast fumlaust við. Jafnframt skora ég á stjórnendur annarra útgerða að standa með þessum hugrakka manni og bjóða honum pláss, ef hann kærir sig um eftir þessa erfiðu reynslu,“ segir hún.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segist einfaldlega taka hattinn ofan fyrir Arnari. „Ég tek hattinn ofan fyrir þessum unga háseta, Arnari Hilmarssyni, sem tjáði sig um atburðina um borð í Júlíusi Geirmundssyni í kvöldfrettum RÚV og segir tjáning sín um málið sé miklu verðmætari en starf sitt um borð í skipinu,“ segir Egill.

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Halldór Högurður segir hið sama og bætir í: „Tek ofan fyrir þessari hafsins hetju. Gangi þér vel í vinnubanninu sem fylgir, það endist ævilangt, þannig gerast kaupin á þrælaeyjum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -