2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Íslendingar elska gráa og hvíta bíla

Langflestir nýskráðra bíla á Íslandi í fyrra voru annað hvort gráir eða hvítir.

Á vef FÍB er rýnt í árbók nýskráðra bíla og er niðurstaðan sú að litagleði Íslendinga er af afar skornum skammti, í það minnsta þegar kemur að bílakaupum.

Þar kemur fram að 65 prósent allra bíla sem voru skráðir á síðasta ári voru annað hvort gráir (39,1%) eða hvítir (26%). Þriðji vinsælasti bíllin var svo rauður, en 11 prósent nýskráðra bíla skarta þeim lit.

AUGLÝSING


Því næst komu svartir bílar (8,7%), brúnir (6,9%) og bláir (6,3%). Sérstaklega er tekið fram að ekki einn einasti bíll var bleikur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is