Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Íslendingar færa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús – Áætlaður kostnaður 1200 milljónir króna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Formenn flokkanna á Alþingi hafa ákveðið að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús.

Í tilkynningu um málið segir að formenn og fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggi fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að fjárfesta í færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn.

„Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.

Sjúkrahúsið skiptir miklu máli; til að sinna bæði særðum hermönnum sem og almenningi; Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við stjórnvöld hér á landi að mikil þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn.

Forseti Úkraínu, Volodomyr Selenskí, hefur ítrekað þakklæti sitt fyrir yfirgnæfandi stuðning Íslendinga við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur.“

Framleiðslutími á slíku sjúkrahúsi er um það bil hálft ár; áætlaður kostnaður nemur um 1.200 milljónum króna.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -