Hópur Íslendinga var handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan september; tveir af hópnum hafa verið í varðhaldi í tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás. Einn hefur þegar verið ákærður.
Í það minnsta einn maður slasaðist mjög alvarlega í átökunum.
Fréttastofa Vísis greinir frá að til harðvítugra átaka hafi komið á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar komu þar við sögu; þeir voru handteknir en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra sleppt án kæru enda ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið mikil.
Þrír urðu því eftir í varðhaldi, en einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru Íslendingarnir flestir á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn.