Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Íslendingar í varðhaldi í Kaupmannahöfn vegna alvarlegrar líkamsárásar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur Íslendinga var handtekinn vegna alvarlegrar  líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan september; tveir af hópnum hafa verið í varðhaldi í tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás. Einn hefur þegar verið ákærður.

Í það minnsta einn maður slasaðist mjög alvarlega í átökunum.

Fréttastofa Vísis greinir frá að til harðvítugra átaka hafi komið á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar komu þar við sögu; þeir voru handteknir en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra sleppt án kæru enda ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið mikil.

Þrír urðu því eftir í varðhaldi, en einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru Íslendingarnir flestir á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -