Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Íslendingar að springa úr hamingju þrátt fyrir Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland situr í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims, samkvæmt World Happiness Report. Það eru hins vegar Finnar sem sitja á toppnum fjórða árið í röð.

Ísland hefur fært sig upp um tvö sæti, en í fyrra var Ísland í fjórða sæti listans.

Í tíu efstu sætunum eru níu Evrópulönd og þar af eru öll Norðurlöndin. Nýja Sjáland er eina landið sem er utan Evrópu í topp tíu sætunum, en það situr í níunda sæti.

Frændur okkar Danir, sem skipuðu annað sætið í fyrra eru nú í því þriðja, Svíar í sjötta sæti og Norðmenn í því áttunda.

Fimmtán hamingjusömustu þjóðir heims

En hvað er það sem skapar hamingju? Í gegnum aldirnar hafa vísindamenn, hagfræðingar og heimspekingar skilgreint hamingju sem blöndu ólíkra þátta, meðal þeirra er heilsa, auður, félagsskapur og öryggi.

Hamingjuskýrslan svokallaða tekur meðal annars mið af lífslíkum, landsframleiðslu, frelsi, spillingu, samfélagsstuðningi og örlæti.

- Auglýsing -

Skýrslan byggir á ýmsum gögnum, en stærstan þátt skipar Heimskönnun Gallup.

Ekki kemur á óvart að mikil tengsl eru á milli óhamingju og fátækustu og hættulegustu landanna. En Afganistan er á botni listans og því talið óhamingjusamasta land heims líkt og áður. Afríkulöndin Zimbabwe, Rúanda, Botsvana og Lesot, voru þau lönd sem sátu í fimm neðstu sætunum ásamt Afganistan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -