• Orðrómur

Íslendingar að springa úr hamingju þrátt fyrir Covid-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ísland situr í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims, samkvæmt World Happiness Report. Það eru hins vegar Finnar sem sitja á toppnum fjórða árið í röð.

Ísland hefur fært sig upp um tvö sæti, en í fyrra var Ísland í fjórða sæti listans.

Í tíu efstu sætunum eru níu Evrópulönd og þar af eru öll Norðurlöndin. Nýja Sjáland er eina landið sem er utan Evrópu í topp tíu sætunum, en það situr í níunda sæti.

- Auglýsing -

Frændur okkar Danir, sem skipuðu annað sætið í fyrra eru nú í því þriðja, Svíar í sjötta sæti og Norðmenn í því áttunda.

Fimmtán hamingjusömustu þjóðir heims

En hvað er það sem skapar hamingju? Í gegnum aldirnar hafa vísindamenn, hagfræðingar og heimspekingar skilgreint hamingju sem blöndu ólíkra þátta, meðal þeirra er heilsa, auður, félagsskapur og öryggi.

- Auglýsing -

Hamingjuskýrslan svokallaða tekur meðal annars mið af lífslíkum, landsframleiðslu, frelsi, spillingu, samfélagsstuðningi og örlæti.

Skýrslan byggir á ýmsum gögnum, en stærstan þátt skipar Heimskönnun Gallup.

Ekki kemur á óvart að mikil tengsl eru á milli óhamingju og fátækustu og hættulegustu landanna. En Afganistan er á botni listans og því talið óhamingjusamasta land heims líkt og áður. Afríkulöndin Zimbabwe, Rúanda, Botsvana og Lesot, voru þau lönd sem sátu í fimm neðstu sætunum ásamt Afganistan.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Áfall fyrir Vinstri Græna

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -