Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Íslendingar urðu fyrir árás í Brighton

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir ferðamenn urðu fyrir árás í miðborg Brighton í Bretlandi um helgina.

 

Tveir Íslendingar voru fluttir á sjúkrahús eftir að ráðist var á þá Brighton um helgina. Vísir greinir frá þessu fyrstur íslenskra miðla.

Breski miðillinn Spirit FM segir frá árásinni þar sem hún er sögð „alvarleg“. Þar segir að svartklæddir menn hafi ráðist á Íslendingana og úðað efni framan í þá. Ekki er vitað um hvaða efni er að ræða.

Eftir að vitni gáfu lögreglu lýsingu á árásarmönnunum mun lögregla hafa náð að hlaupa tvo þeirra uppi. Í frétt Spirit FM segir að báðir séu þeir 17 ára gamlir.

Íslendingarnir tveir sem urðu fyrir árásinni voru fluttir á Royal Sussex County-sjúkrahúsið í Brighton til aðhlynningar en voru útskrifaðir skömmu síðar. Báðir voru þeir með áverka í andliti.

Í frétt Vísis segir að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi gegn tryggingu og er gert að koma fyrir dómara þann 16. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -