• Orðrómur

Íslendingarnir á OnlyFans gætu fengið 6 mánaða fangelsi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið kynferðisbrotadeildin og ákærusviðið, eru að skoða hvort refsa eigi þeim Íslendingum sem selja aðganga að erótísku efni á OnlyFans. Sá hópur fer ört stækkandi hér á landi.

Lögreglan athugar nú hvort flokka þurfi OnlyFans-efnið íslenska sem klám en slíkt er refsivert samkvæmt almennum hengingarlögum. Í 210. grein laganna segir:

Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -