Heildsölufyrirtækið Lyra velti 4.250 milljónum króna í fyrra en er það heimsfaraldurinn sem skýrir söluaukningu fyrirtækisins. Lyra hafði 1.954 milljónir króna í rekstrarafgang en eru það feðgin sem eiga fyrirtækið. Lyra, sem er fjölskyldufyrirtæki, var stofnað árið 1991. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Höskuldur H. Höskuldsson en Lyra selur rannsókna- og efnagreiningatæki auk rekstrarvara sem notaðar eru til efnagreininga.
Þá ákváðu feðginin að skipta með sér allt að 750 milljónum króna í arðgreiðslu eftir gríðarlegan hagnað á árinu. Kemur fram í Fréttablaðinu, sem greindi frá málinu, að Landspítalinn sé langstærsti viðskiptavinur Lyru. Landspítalinn hafi meðal annars keypt veirugreiningatæki og efni sem notuð eru við greiningu Covid-prófa.