- Auglýsing -
Stjörnufréttakonan margverðlaunaða, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, og blaðamaðurinn Viðar Guðjónsson, á mbl.is, eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Viðar á fyrir einn son.
Sunna starfaði lengi vel á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, áður en hún flutti sig yfir á fréttadeild RÚV í fyrra.
Viðar er nýlega kominn aftur til starfa á mbl.is. Hann hefur starfað á ritstjórn miðla Árvakurs með hléum á undanförnum árum.
Sunna birti fallega myndaröð af sónarmyndum og óléttukúlunni; deildi gleðifregnunum á Instagram-reikningi sínum.
Mannlíf óskar Sunnu og Viðari innilega til hamingju með áfangann.