Mánudagur 26. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Íslensk stúlka fór fimm flug fyrir réttlæti: „Fann að það var eitthvað inn í leggöngunum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslensk, 20 ára stúlka sem varð fyrir hrottalegri nauðgun í Krít þurfti að fljúga alls fimm leggi til að komast til Krítar og bera vitni gegn nauðgurum sínum. Þangað fór hún, þrátt fyrir ferðatakmarkanir COVID, ásamt móður sinni. Grískir fjölmiðlar hafa orð á hugrekki hennar við vitnaleiðslu. Þrátt fyrir það munu nauðgararnir ganga lausir, þeir voru dæmdir en fengu skilorð. Í grískum fjölmiðlum er haft eftir saksóknara að nauðgunin sé ein sú grófasta sem hann hafi heyrt af.

Sumarið 2019 var stúlkunni nauðgað af tveimur þýskum karlmönnum af arabískum uppruna í bænum Hersonissos á Krít. Annar er 35 ára en hinn er 39 ára. Árásin var hrottaleg og skyndileg. Saksóknari fullyrti fyrir dómi að nauðgunin hafi verið hefnd því stúlkan hafði hafnað honum þegar hann reyndi að þvinga hana til að kyssa sig.

Fórnarlambið var á leið skyndibitastað eftir aðp hafa verið á skemmtistað þegar mennirnir tveir komu skyndilega upp að henni. Þeir drógu hana svo í húsasund og skiptust á að nauðga henni meðan hinn hélt henni. Saksóknari var orðlaus yfir því sem annar þeirra gerði næst:

„Þetta er í fyrsta skiptið á mínum 30 ára ferli sem lögmaður að ég frétti af því að mynt og seðlum er stungið upp í leggöng þolanda. Þetta var gífurlega grimm og ómannleg nauðgun. Þeir reyndu að niðurlægja hana.“

Samkvæmt dómi þá stakk maðurinn tveimur smápeningum og fimm evru seðli í leggöng hennar. Nauðgunin varði í 10 mínútur en stúlkan var lengi að ná áttum á götum Hersonissos. Hún komst að lokum inn á hótel í áfalli og var færð á spítala.

Í gríska fjölmiðlinum Cretepost er vitnað í stúlkuna sjálfa og lýsingar hennar í vitnastúku. „Þegar þeir voru búnir þá sagði sá hávaxnari við mig á ensku: „Thank you for your time“. Hann virtist stýra hinum. Þessi sami maður reyndi tveimur dögum áður, gegn vilja mínum, og kyssa mig á bar. Eftir nauðgunina leið mér mér eins og ég væri týnd. Ég var ekki með úr. Ég var með síma en hann var batteríslaus. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var. Ég reyndi að finna hótelið mitt en fann það ekki. Ég fór á annað hótel og þar áttaði ég mig á því að það var eitthvað inn í leggöngunum mínum. Ég fann fyrir miklum sársauka. Hótelstarfsmenn hringdu í leigubíl sem færði mig á spítala.“

- Auglýsing -

Sá yngri var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en sá eldri í fjögurra ára. Dómurinn er þó skilorðsbundinn og því ólíklegt að þeir munu sitja inni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -