2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Íslenska stuttmyndin Even Asteroids Are Not Alone hlýtur verðlaun Konunglegu mannfræðistofnunarinnar

Íslenska stuttmyndin Eve Online, Even Asteroids Are Not Alone, hefur hlotið verðlaun í flokknum Besta mannfræðilega stuttmyndin. Verðlaunin veitir Hin konunglega Mannfræðistofnun Bretlands og Írlands.

Leikstjóri myndarinnar, Jón Bjarki Magnússon, greinir frá sigrinum á Facebook. „Vá, ég verð að viðurkenna að ég varð töluvert hissa þegar ég heyrði af því að stutta heimildamyndin mín um vináttu hefði hlotið sérstök verðlaun fyrir bestu mannfræðilegu stuttmyndina,” skrifar Jón og bætir við; „Þetta er auðvitað mikill heiður, ekki síst fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði heimildamyndagerðar og sjónrænnar mannfræði.”

Hann segist þá vilja tileinka verðlaunin þeim fjórtán Eve Online spilurum sem ljá myndinni rödd sína. „Án þeirra magnaða framlags hefði myndin auðvitað aldrei orðið það sem hún er. Takk.” Kvikmyndin er 17 mínútna stuttmynd sem skoðar hvernig vinátta myndast milli leikmanna Eve Online. Allt myndefni er fengið innan úr leiknum sjálfum.

Eve Online er íslenskur netleikur þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er staðsett út á Granda. Yfir 47.000 spilarar eru tengdir leiknum á hverri stundu um allan heim.

Skjáskot úr stuttmyndinni

AUGLÝSING


Skjáskot úr stuttmyndinni

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is