Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Íslenski barinn skellir í lás á Tenerife: „Kveðjum með hvelli“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingifríður R. Skúladóttir, eigandi Íslendingabarsins Bar-inn á Tenerife, hefur ákveðið að skella í lás. Kveðjukvöld staðarins verður haldið næstkomandi föstudagskvöld og þar með lýkur tæplega tveggja ára sögu staðarins.

Þetta auglýsir Ingifríður á Facebook-síðu staðarins. „Síðasta skiptið enn …..Bar-Inn lokar. Síðasta kvöldið er föstudagskvöldið 29.01.2021. Kveðjum með hvelli,“ segir Ingifríður.

Ingifríður stofnaði Bar-inn með Guðmundi Guðbjartssyni veitingamanni sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára gamall, skömmu eftir opnun staðarins. Hann þjáðist af sykursýki. Svo skall Covid-19 faraldurinn yfir og Ingifríður þurfti þá að loka tímabundið vegna allsherjar útgöngubanns á Tenerife. Síðastliðið sumar náði hún loksins að opna aftur.

Eins og Mannlíf hefur fjallað um þá sitja margar íslenskar fjölskyldur í sárum á Tenerife eftir að allir íslenskir ferðamenn voru reknir af eyjunni í mars síðastliðnum vegna COVID-19. Fjölskyldurnar hafa lífsviðurværi sitt af þjónustu við Íslendinga og bíða spenntar eftir því að þeir fari að streyma aftur til þessa vinsæla viðkomustaðar þjóðarinnar.

Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað í október að Íslendingabarinn Nostalgía opnaði á nýjan leik á Tenerife. Eigendur staðarins segja flesta rekstaraðila á eyjunni kanarísku berjast í bökkum og íslenskir bareigendur eru þar engin undantekning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -