Íslenskir hátíðarhaldarar verða af milljörðum vegna COVID-19

Deila

- Auglýsing -

Tekjutap ís­lenskra hátíðar­hald­ara vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru hleyp­ur á millj­örðum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að bak­hjarl­ar stórra hátíða eins og Þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um og Secret Solstice séu þeir sem verða fyr­ir einna mestu höggi. Rætt er við Vík­ing Heiðar Arn­órs­son­, fram­kvæmda­stjóra Secret Solstice, sem segir tekjutap hátíðarinnar nema 500 til 600 milljón­um króna.

Neista­flugi í Nes­kaupstað, Mýr­ar­bolt­an­um á Ísaf­irði, Lands­móti hesta­manna á Hellu og fjölda annarra hátíða hefur verið frestað og segir í umfjöllun Morgunblaðsins að í tilviki Landsmóts hestamanna nemi beint tekjutap á annað hundrað millj­ón­um króna. Í öllum tilvikum sé óbeinn tekjumissir. Auk þessi hafi fjölda minni hátíða og samkoma verið aflýst eða frestað. Óljóst sé hversu mikið tekjutap það hafi í för með sér.

- Advertisement -

Athugasemdir