Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Íslenskir læknar skila sér ekki heim – „Maður upp­lif­ir sig ekk­ert mjög vel­kom­inn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ein af grunnstoðunum í okk­ar starfi að stunda vís­indi og rann­sókn­ir og þegar tæki­fær­in til þess eru hverf­andi er það mjög fæl­andi fyr­ir fólk,“ sagði Stein­unn Þórðardótt­ir, öldrun­ar­lækn­ir og formaður Lækna­fé­lags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Fer hún yfir niðurstöðu McKinsey-skýrslunnar sem sýnir hvernig háskólasjúkrahúsið hrapar niður listann samanborið við nágrannaþjóðir. „Við höf­um farið úr því að vera besta há­skóla­sjúkra­húsið í vís­ind­um sam­an­borið við hinar Norður­landaþjóðirn­ar í kring­um 2002 yfir í það að fara al­gjör­lega niður á botn­inn.’’

Þá kemur fram að rúmlega þriðjungur nýútskrifaðara íslenska sérfræðinga skilar sér ekki heim að námi loknu en helmingur íslenskra læknanema eru í námi erlendis. Skortur á samningum við sérfræðinga á stofum bæti ekki ástandið og lengjast biðlistar í aðgerðir vegna þessa. „Maður upp­lif­ir sig ekk­ert mjög vel­kom­inn í þetta um­hverfi sem ný­út­skrifaður lækn­ir,“ segir Steinunn en viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -