• Orðrómur

Íslenskir listamenn gera það gott en ríkislögreglustjóri er ósáttur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í hverri viku tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það íslenskir listamenn og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem komust á blað.

Góð vika
Íslenskir listamenn
Um síðustu helgi bárust fregnir af því að Íslendingar tveir, Aron Hjartarson og Hildur Guðnadóttir, hefðu unnið til hinna virtu Emmy-verðlauna. Aron, sem er listrænn stjórnandi kvikmyndafyrirtækisins Framestore, hlaut verðlaunin fyrir 360 gráðu mynd sem tekin var samhliða heimildamyndinni Free Solo en Hildur bar sigur úr býtum fyrir bestu frumsömdu tónlistina, sem hún samdi fyrir sjónvarpsþættina Chernobyl. Margir bíða nú í eftirvæntingu eftir næstu fréttum af Hildi en hún á einnig tónlistina í kvikmyndinni Joker, sem hefur verið að gera það gott á kvikmyndhátíðum. Þá bárust fregnir af því eftir helgi að The Visitors, vídeóverk Ragnars Kjartanssonar, hefði verið valið besta verk 21. aldarinnar af The Guardian. Í verkinu koma við sögu níu íslenskir tónlistarmenn en þess má geta að The Weather Project, innsetning eftir Ólaf Elíasson, vermir 11. sæti listans. Þrusugóð vika það!

Slæm vika
Haraldur Johannessen
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla og virðist ekki hátt skrifaður meðal margra kollega sinna. Haraldur hefur löngum sætt gagnrýni fyrir framgöngu sína í starfi; aðgerðir og aðgerðaleysi, en átökin meðal laganna varða hafa magnast síðustu misseri og er nú svo komið að Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra. Um síðustu helgi birtist viðtal við Harald í Morgunblaðinu þar sem hann hélt því meðal annars fram að óvinsældir hans mætti rekja til þess að hann væri þeirrar skoðunar að sameina ætti öll lögregluembætti landsins í eitt. Var hann nokkuð skýr um það að fækka mætti verulega meðal yfirmanna lögreglunnar. Í viðtalinu lét Haraldur einnig hafa eftir sér yfirlýsingu sem flestir skildu sem svo að kæmi til þess að hann yrði látinn taka pokann sinn myndi hann sjá til þess að aðrir fylgdu á eftir en dró hann heldur úr eftir helgi og sagði orð sín tekin úr samhengi. Dómsmálaráðherra hefur sagt ástandið óviðunandi og staða ríkislögreglustjóra virðist heldur ótraust eins og sakir standa.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -