Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Íslenskir Trumpistar: Skríllinn svartir og vinstrimenn í dulargervi – „Biden verður aldrei forseti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslenskir stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforesta, segja að óeirðirnar vestanhafs í fyrradag hafi verið leiksýningu á vegum BLM, réttindabaráttu svartra, og Antifa, andfasista. Svo má skilja málflutning þeirra að óeirðarmenn hafi verið ýmist leikara eða vinstrimenn í dulagervi. Þetta má sjá í Facebook-hópunum Stjórnmálaspjallið og Frjálshyggjufélagið.

Ragnar Þórisson sparar ekki stóru orðin í færslu í Frjálshyggjuspjallinu sem hann birtir samdægurs. „Það var ANTIFA og BLM sem skipulögðu atburðina í Washington í dag, en það verður þaggað niður. En hvað um það ,,,,, til hamingju með Marxíska útópíu undir forystu Bejing Biden. Nú verður allt svo dásamlegt… bullandi jafnrétti og bræðralag, meðan rasistarnir fá fyrir ferðina. Ætlaði að setja fallegt hjartameme hérna ,,,, en ég gubbaði lyklaborðið.“

Nokkrir gagnrýna hann og í svari við einni athugasemd útskýrir Ragnar nánar hvernig hann komst að þessari ályktun. „Svo nú í fjögur ár hefur Antífa safnast saman á hverjum einasta fundi þar sem von er á stuðningsmönnum Trump til að berja á MAGA fólki ,,,, nema bara ekki í dag. Já þú vinnur málið á líkindum,“ skrifar Ragnar.

Ragnar deilir nákvæmlega sömu færslu innan Stjórnmálaspjallsins og þar eru fleiri sammála honum. Eins og kona sem kallar sig Eva Ká. „Biden verður aldrei forseti. Hann er þjóðaröryggis ógn, rasisti, glæpamaður og pervert,“ skrifar hún og heldur áfram í öðru kommenti þegar einn segir hana ekki fylgjast með: „Heimskan í ykkur nokkrum, nær hæstu hæðum. Vitið ekkert um stjórnmál eða hvenær Trump verður svarin inn og hvað er í gangi núna en ætlist til að ég mati ofan í ykkur upplýsingar. Farið nú í herbalife grúbbu eða eitthvað.“

Fleiri stinga niður penna, eins og Þórkatla Halldórsdóttir sem segir: „Nú er að sjá hvernig fer fyrir Bandaríkjunum, skríllinn er trylltur af gleði að hafa náð völdum….“

Erna Ýr Öldudóttir, þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu, er meðal annars þekkt fyrir stuðning við Trump. Ólíkt hinum þá deilir hún ekki samsæriskenningum en virðist ekki ósátt með gærdaginn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -