• Orðrómur

Íslenskt par opnar sig um óhefðbundið kynlíf – HVAÐ MÁ OG HVAÐ MÁ EKKI – Hópkynlíf algengt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Flestir hafa heyrt pískur en slíkt er mun útbreiddara og útgáfurnar fleiri en flestir halda. Mannlíf ræddi við par sem hefur stundað óhefðbundið kynlíf í tæp fimm ár. Bæði eru þau vel menntuð og í góðum störfum Við skulum kalla þau Bjössa og Siggu og eiga þau þrjá táninga. ,,Við fórum að spjalla um þetta meira í gamni en alvöru fyrir tæpum 6 árum en smá saman urðum við sammála að það yrði gaman að prófa að hleypa fleirum inn í hjónsængina en vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að,” segir Bjössi. Sigga bætir við að þau hafi prófa einkamal.is en þar hafi verið of mikill perraskapur fyrir þeirra smekk.

Misjafnt hverju fólki leitar að

Bjössi segir að þau loks hafi þau fundið Sdc.com. Þar var mikið af Íslendingum smám saman fórum við að hafa samband við fólk. Ef vel gengur færa sig allir yfir á samskiptaforritið Kik. ,,Það var mjög misjafnt hverju fólk var að leita að,” bætir Sigga við. Stór hluti var að leita að ,,threesome”, aðrir pari en sumir vilja fleiri með í fjörið. Við byrjuðum á að leita að konu en það er mjög erfitt að staka konu enda eru þær kallar ,,unicorns” eða einhyrningar og geta valið úr tilboðum. Fjölbreytnin er mikil, allt frá tvítugum krökkum upp á fólk á sexturgsaldri þótt pör á fertugs- og fimmtugsaldri sé virkast. Fólk er líka mjög misvirkt og það er ákveðin virðingarröð er svo má segja. Sum pör hafa verið lengi að, eru mjög vinsæl, og það getur tekið marga mánuði að ná samtali við þau, ef það yfirleitt tekst.”

- Auglýsing -

Orgíur algengar

„Ferlið, allavega hjá okkur, gengur þannig fyrir sig að þú sendir eða færð skilalboð og við spjöllum við viðkomandi. Við tölum aldrei við staka karlmenn og þeir eiga mjög erfitt uppdráttar á síðunni. Ef að okkur kemur vel saman er skiptst á myndum. Yfirleitt er notuð myndavélin á Kik því hún sýnir tíma- og dagssetningu.” Sigga bætir við að þetta sé gert í öryggisskyni til að fólk sé ekki að nota stolnar ljósmyndir. ,,Sjálf viljum við helst finna konu eða par en það eru einnig haldin stór partý með 6-12 manns, annaðhvort í heimahúsum eða sumarbústöðum. Þú verður að fá sérstakt boð í slíkt, þú bara mætir ekki. Okkur hefur verið boðið en það er ekki okkar stíll,” segir Bjössi. ,,Einnig eru utanlandsferðir þar sem erlendir kynlífssklúbbar eru heimsóttir en það eru mjög lokaðir hópar sem fara í þær ferðir”.

Strangar reglur

- Auglýsing -

Bjössi segir að það sem hafi komið honum mest á óvart er annars vegar hvað reglurnar eru stífar. ,,Ef karlmaður snertir konu og hún ýtir honum frá en hann heldur áfram er honum umsvifalaust vísað út og settur á svartan lista. Fíkniefnanotkun kemur fólki einnig á svartan lista og þegar stærri partý eru haldin er sterkt vín bannað og hver einstaklingur má aðeins koma með eina léttvínssflösku. Ef viðkomandi einstaklingur eða par vekur hrifningu fær viðkomandi góða dóma á Sdc sem gerir viðkomandi enn vinsælli og svo rúllar boltinn”.

Bjössi segir að lítið hafi verið að gerast í Covid faraldrinum en þau hlakki bæði til að byrja aftur, þau eru með fastan vinahóp sem hittist reglulega, ekki endilega bara til að stunda kynlíf heldur einnig til að borða saman eða horfa á boltann.

Höfundur: Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -