Miðvikudagur 29. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Íslenskum flugmanni ofbýður kvartanir um sóttvarnarhús – Lögreglufylgd frá flugvelli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mikið rosalega þarf fólk alltaf að kvarta!! Undanfarna 7 mánuði hef ég sem flugmaður þurft að vera lokuð inni á hótelum á hinum ýmsu stöðum i heiminum,” segir íslenskur flugmaður í sem vinnur hjá erlendu flugfélagi í Facebook færslu. Flugmaðurinn er þungorður yfir því að fólk sé ósatt við að sæta sóttkví við komuna til landsins.

Flugmaðurinn segist hafa þurft að taka sínu viku í sóttkví í lokuðum herbergjum án þess að komast út.

„Núna síðast var ég stödd í Kína og mjög subbulegt um að litast, Kínverjarnir í fullum skrúða frá toppi til táar og gúmmíhanskarnir límdir á hvíta gallann. Tríta mann eins og við séum sjálf pestin og manni afhent klósetttöflur til að sturta niður nr. 2 svo kóvidið eyðist örugglega.

Hún segir að henni hafi eins og fanga. Hvorki hafi verið unnt að fá kaffi né te og ekki verið hægt að panta mat.  „Ekki hægt að opna glugga, einhverjir bakkar með hrísgrjónum og sósum í regnbogalitum og hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að borða.“

Hún hefur lært að vera alltaf með á sér aukabirgðir en það dugi stundum ekki til.

„Stundum tek ég mat með mér, ef ég er svo heppin að vita hvert ég sé að fara, en oft breytist áfangastaðurinn á siðustu stundu og stundum 4 sinnum a dag. En i Kóreu og Ástraliu má ekki koma með neitt inn í landið. Í Ástraliu er lögreglufylgd frá flugvellinum og vopnaðir verðir á hótelganginum, og þar er 14 daga sóttkví.

- Auglýsing -

Flugmaðurinn bendir á þeir sem sæti sóttkví núna á Íslandi hafi kannski ekki átt von á þessu, en það sé faraldur í gangi. „Maður tekur sjensinn ef maður vill ferðast því reglur breytast dag frá degi.“

Hún tekur það fram að hún hafi hvorki komist heim til sín né getað fengið börnin sín í heimsókn. „En núna er ég fullbólusett og hjálpar það mikið, ástæða til bjartsýni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -