Sunnudagur 14. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Íslenskum ungmennum kennt að fyrirfara sér á TikTok – „Hvar kaupi ég tjöruhreinsi?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Drekka tjöruhreinsi, skera sig á púls með hníf,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum TikTok undir fyrirsögninni „Leiðir til að drepa sig“.

TikTok er gríðarlega vinsæll samskiptavettvangur hjá börnum og unglingum og hefur færslan vakið mikinn óhug meðal foreldra. Færsluna má sjá hér:

@drepamig

#forupage #iceland

♬ Astronaut In The Ocean – Masked Wolf

Fjöldi einstaklinga, sem gera má ráð fyrir að flestir sé unglingar, hafa birt færslur við myndbandið. Flestir telja það ógeðslegt og hvetja viðkomandi til að eyða þessu og minna á að það séu börn niður í átta ára á miðlinum.

 • Er eitthvað fokking að þér?
 • Það eru litlir krakkar á hér á tikoti ef þú veist ekki neitt?
 • Skjóttu þig í hausinn?
 • Eyddu þessu!
 • Ekki senda svona videó, þú færð fleira fólk til að drepa sig.
 • Þú sérð eftir þessu þegar þú verður eldri og þroskaðri

Sumar færslur eru aftur á móti truflandi.

 • Nr. 2 virkaði ekki, er á geðdeild.
 • Er ekki til léttari leið?
 • Takk fyrir hjálpina.
 • Ertu með fleiri hugmyndir?
 • Hvar kaupi ég tjöruhreinsi?

Á Facebook síðunni Mæðratips er foreldrum afar brugðið. Sumir hafa lokað á TikTok aðgang barna sinna. Stór hluti hefur sent kvörtun og krafist þess að myndbandið sé tekið niður.

 • Ég sá þetta í dag og reportaði.
 • Hryllingur!
 • Það sló mig að það eru önnur myndbönd þarna undir nafninu Ekki drepa mig. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
  - Auglýsing -

  Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.
  Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -