Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Íslenskur dópsali opnar sig – Græðir 60 þúsund á dag en kvartar: „Það sem beið okkar voru vörusvik“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslenskur dópsali segir ekkert annað í stöðunni hjá sér en að selja ólögleg vímuefni til að kosta eigin neyslu. Viðkomandi opnar sig í langri færslu á Reddit og hvetur þar til lögleiðingar fíkniefna því núverandi kerfi leiði bara til ofbeldis og þjáningar.

Reddit er eitt stærsta vefsvæði veraldar þar sem fjöldi frægra einstaklinga heldur sig. Dæmi um fræga sem hafa notast mikið við síðuna er Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Á Reddit skapast iðulega umræður um hin ýmsu málefni og það er ekki ýkja algengt að Íslendingar rati inn í hópviðtöl á svæðinu.

Dópsalinn íslenski fær mikil viðbrögð við færslu sinni. Frásögnin er nafnlaus en virðist í takt við raunveruleikann. „Það er með öllu ólíðandi að viss hópur samfélagsins skuli þurfa að líta allt allt öðrum markaðslögmálum en hinn hefðbundi Íslendingur. Ég sem dópisti. Fíkill. Gagnsleysingi og aumingi. Er í þeirri stöðu að eina leiðin fyrir mig til að funkera og geta staðið undir mínum lífsstíl er að selja efnin sem ég neyti. Því venjuleg vinna er einfaldlega ekki nægilega arðbær til að standa undir kostnaðinum sem fylgir ólöglegri vímuefnaneyslu,“ segir dópsalinn.

Hinn nafnlausi dópsali bendir á að á meðan lyf seljast á svörtum markaði fyrir stórfé búi fíkniefnaneytendur í óraunverulegu hagkerfi. Sjálfur segist hann græða um það bil 60 þúsund krónur á dag í dópsólu. „Ég er ekki að fara mæla vímuefnaneyslu bót. Hún er ekki holl. Ég veit það. En að bæta gráan ofan á svart með óhugnarlega háu verðlagi getur ekki gert neinum gott. Fíkniefna neytendur búa í hagkerfi sem er gjörsamlega ótengt hinu raunverulega hagkerfi. Ég td. sel fyrir ca. 100þús krónur á dag. Af því hef ég ca 60þús krónur í hagnað. Höfum á hreinu að ég nota kókaín og róandi lyf fyrst og fremst. Það er mitt go to stuff. Verðlagning þessara efna er slík að hún gjörsamlega umturnar lífi mínu,“ segir dópneytandinn og -salinn.

„Að vera nautnaseggur á einhverju sviði á ekki að halda manni heljargreipum til að réttlæta einhvern siðferðislegan boðskap“

Dópsalinn fullyrðir að dóphagkerfi Íslands séu ekkert annað en kerfibundin mismunun. „Nú rétt í kvöld voru ég og vinir mínir sviknir. Við ætluðum að kaupa lyf sem við töldum vera góða vöru. En það sem beið okkar voru vörusvik og við sitjum eftir með sárt ennið peningarnir farnir og einu varnirnar sem við getum beitt eru hótanir og ofbeldi. Já. Þannig er statt hjá okkur sem svo óheppin voru að fæðast með einstaklega mikinn áhuga á hugbreytandi efnum. Þetta er að mínu mati skýrasta dæmi sem nokkurn tímann sést hefur um kerfisbundna misbeytingu gegn jaðarhóp og enginn segir neitt. Fólki þykir þetta sjálfsagt mál. Svona er þetta bara. Þetta eru jú bara dópistar og geta sjálfum sér um kennt,“ segir dópsalinn og bætir við:

„Þessi markaður er með öllu löglaus. Þar gilda engar reglur nema reglur frumskógarins. Það er engin yfirsýn yfir framleiðslu, gæðum eða innihaldi. Fólk tekur eitthvað inn treystandi á hinn gullna díler sem blessunarlega eru oftar en ekki hinir bestu menn. En inni í öllum hópum leynast skemmd epli eins og fólk veit. Skemmd epli inni á ólöglegum vímuefnamarkaði þar sem verðlag er ótrúlega hátt valda mjög miklum skaða. Heilsufarslegum, efnahagslegum og síðast en ekki síst þá skapar þetta óþarfa ofbeldi. Okkar ástkæru lögreglumenn sitja uppi með að glíma við vanda sem er fyrst og fremst sprottin af efnahagslegum erfiðleikum. Fólk brjálað út í hvort annað. Allir pirraðir út í hinn og þennan.“

- Auglýsing -

Hinn íslenski dópsali á Reddit segist illa skilja hvern fíkniefnalöggjöfin hérlendis eigi að vernda. „Þau gera ekkert. Ekki neitt. Það er verið að taka vandamál og dífa honum ofan í fötu fulla af tjöru í von um að tjaran fæli nógu marga frá því sem hún umlykur. Fólk notar dóp. Það vita það allir. Fólk er að fara nota dóp. Það vita það allir. Fólk veit vel að núverandi stefna er úti úr korti og stuðlar ekki að bættu samfélagi og gerir veikustu neytendunum mjög illt,“ segir salinn og bætir því við að lögleiðing fíkniefna sé eina raunhæfa lausnin.

„Fólk kemur alltaf með efasemda raddir. Já en ef þetta yrði nú gert frjálst væri fullt af fólki á geðdeild veikt og hálf þjóðin látin úr ofskömmtum. Horfum á staðreyndirnar. Eins og staðan er núna er þetta með fullu ólöglegt og vandamálin eru gríðarleg. Ég er pirraður verð ég að segja. Að vera nautnaseggur á einhverju sviði á ekki að halda manni heljargreipum til að réttlæta einhvern siðferðislegan boðskap. Verum hreinskilin og horfumst í augu við hlutina eins og þeir eru. Lögleiðum fíkniefni, leyfum þessu bara að hafa sinn gang. Ef allt fer til fjandans ok drögum það til baka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -