Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Íslenskusérfræðingar sakaðir um transfóbíu: „Frekar dapurt að fylgjast með meðlimum spúa eitri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Áhugafólk um íslenska tungu rífst nú um meinta transfóbíu meðal þeirra í kjölfar umræðu um hvort tungumálið eigi að vera kynlaust eður ei. Sumir meðlimir virðast eiga eftir með að aðlaga sig að kynlausri íslensku á meðan aðrir kalla það fóbíu gagnvart kynsegin fólki.

Það er Halldóra nokkur sem hefur umræðuna inni í hópi íslensks málvöndunarfólks á Facebook. „Frekar dapurt að fylgjast með transfóbískum meðlimum spúa eitri í málfarshópum. Er möguleiki að hætta þessu?,“ spyr Halldóra ákveðin.

Ástæða fyrir færslu Halldóru er án efa nýleg umræða inni í hópnum sem Halla nokkur setti inn. Þar sagði hún: „Miðað við nútíma íslensku, að allt eigi helst að vera í hvorukyni eða að íslenskan eigi að vera kynlaus, hvernig ætti ég þá að skrifa eftirfarandi „Þetta er nú eitt af því sem enginn skilur.“ Ætti það að vera „….sem ekkert skilur“? Spyr eitt sem ekkert skilur í tungumálsbreytingunni,“ segir Halla.

Björg er alls ekki sátt við þrjósku málvöndunarfólks. „Fólk sem er kynlaust eru samt manneskjur svo þegar það er verið að tala um hóp fólks sem inniheldur öll kynin ætti ekki að þurfa að breyta hvernig þú orðar hlutina frekar en þú vilt. Og ég kann ekki að meta fordómana í þessum þráð, þið þurfið einfaldlega að sætta ykkur við að samfélagið og manneskjan er að þróast og þessvegna þarf tungumálið að þróast með,“ segir Björg.

Helgi er ósammála og vill halda í eldri íslensku. „Sjaldan veldur eitt er tvö deila. Það er hörmung að fylgjast með þessari grundvallar breytingu á íslenskunni sem rýfur tengslin harkalega við eldri íslensku. Það er eins og enginn skilji að málfræðilegt kyn segi ekki til um líffræðilegt kyn,“ segir Helgi.

Óttar nokkur skilur bara ekkert í umræðunni. „Um hvað í ósköpunum ertu eiginlega að tala, Halldóra o.s.frv.? Hvað er að vera transfóbískur? Hvernig lítur þetta eitur út?,“ spyr Óttar. Og Þórhallur er á svipaðri skoðun. Það er engin fóbía eða fælni í því að nenna ekki að hlusta á bull,“ segir Þórhallur.

- Auglýsing -

Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, er ákveðin að halda sig við það sem hún er vön. „Ég hef ákveðið að halda mig við það sem einhver kallaði „hefðbundið mál“,“ segir Valgerður.

Svala vonast eftir yfirvegaðri umræðu um málið. „En fólk þarf ekki að vera transfóbískt þó að það sé íhaldssamt hvað tungumálið varðar. Það er miklu betra að hefja umræðuna án þess að skella einhverjum haturslímmiðum strax á fólk. Slík nálgun er líklegri til að herða andstöðuna frekar en hitt,“ segir Svala.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -