Fimmtudagur 2. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Ítalir með vafasama slóð byggja fyrir Kópavogsbæ – Urgur í íslenskum verktökum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher, sem þykir hafa frekar vafasama slóð hér á landi síðustu þrjú ár, bauð lægst í byggingu nýs Kársnesskóla í Kópavogi. Sex önnur fyrirtæki, öll íslensk, buðu í verkið en Ítalarnir voru lægstir með tilboð upp á 3.2 milljarða króna.

Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar er upp á rúmar 3.6 milljarða og var útboðið það stærsta sem bærinn hefur ráðist í. Ljúka á verkinu í maí 2023 en byggja á sameiginlegan leik- og grunnskóla, ríflega 5.700 fermetrar að stærð.

Kársnesskóli í Kópavogi hefur verið rifinn vegna myglumála. Kópavogsbær ákveður að endurbyggja skólann á sama stað. Skólinn á á vera byggður úr CLT einingum og á einnig að vera svansvottaður.  Um er að ræða stærsta útboð sem Kópavogsbær hefur ráðist í. Útboðsgögn voru send út 14. desember 2020. Opnun útboða fór fram miðvikudaginn 17. febrúar kl 13:00.

Ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher S.p.A, RDE, er lægstbjóðandi í þetta verk. Enn hefur hins vegar ekki verið samið við þá. Sú staðreynd að ítalska fyrirtækið bauð lægst kemur eðlilega illa niður á íslensku verktökunum. Ítalirnir fá líklega verkið en fyrirtækið með óhreina slóð hér á landi.

RDE hefur starfað á íslenskum markaði síðan 2017. Stærsti samstarfsaðili þess hefur verið Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón. Viðskiptasaga RDE á Íslandi þykir ekkert sérstök. Samkvæmt heimildum Mannlífs er félagið þekkt fyrir að pressa niður verð, borga seint og vinnubrögðin slæleg. Fáar ef nokkrar góðar sögur fara af starfsháttum félagsins á Íslandi og virðast fáir íslenskir verktakar vera til í að starffa fyrir RDE vegna orðspors þeirra hér.

Eftirfarandi er listi yfir bjóðendur og tilboð þeirra:

  • 3.200.153.376 kr. – Rizzani de Eccher S.p.A.
  • 3.238.854.220 kr.  – Ístak hf.
  • 3.519.014.085 kr. – ÞG verktakar
  • 3.583.163.276 kr. – Íslenskir aðalverktakar hf.
  • 3.632.187.536 kr. – Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 
  • 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf. 
  • 5.598.330.621 kr. – Eykt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -