Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sendur á götuna af Útlendingastofnun „Mér líður eins og líf mitt sé á enda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ungur, en mér líður eins og ég sé gamall og líf mitt sé á enda“ segir Iyad Alkafarna sem hefur fengið neitun um vernd á Íslandi og býr frá og með deginum í dag á götunni.

Klukkan 13:00 í dag var Iyad Alkafarna rekinn á dyr, sviptur húsnæði og vasapeningum af Útlendingastofnun. Mannlíf var á staðnum og tók upp myndband þegar tveir starfsmenn Útlendingastofnunar komu og tjáðu Iyad að hann yrði að fara út. Hann var einn af fjórum sem vísað var á götuna í dag eftir að hafa neitað að gangast við því að fara í Covid – próf sem er forsenda þess að hægt sé að senda þá til Grikklands. Með því að neita prófinu hjálpa þeir ekki stofnuninni að flytja þá á brott. Mennirnir fjórir eru allir frá Palestínu. Nú hefur alls 18 hælisleitendum verið refsað með þessum hætti, megnið af þeim koma frá Palestínu.

 

 

Fjölskyldumaður frá Gaza

Iyad er 30 ára og kemur frá Gaza í Palestínu. Þar á hann eiginkonu og þrjú ung börn sem eru í mjög slæmum aðstæðum en húsnæði þeirra fór í rúst í síðustu árás Ísrael á Palestínu. Iyad er gjörsamlega miður sín og finnst framtíðin svört og hann er dauðhræddur um að fá aldrei eiginkonu sína og börn í öryggi til sín, sem var tilgangur þriggja ára ferðalags hans frá Palestínu til Íslands. Hann hefur dvalið á Íslandi í eitt ár. Mannlíf mun taka ítarlegt viðtal við Iyad og rekja ferðalagið hans og aðstæður.

- Auglýsing -

 

Iyad Alkafarna er 30 ára og kemur frá Palestínu

Hér að neðan má sjá myndbönd sem Mannlíf tók í dag ásamt þýðingu á því hvað mönnunum fer á milli.

 

- Auglýsing -

 

Þýðing myndband 1

Ali er starfsmaður og túlkur hjá Útlendingastofnun og hann byrjar á því að heilsa og spyr svo Iyad hvort hann sé tilbúinn að fara. Iyad spyr þá, hvert á ég að fara, á götuna ? Ali segir þá fara niður í Útlendingastofnun. Iyad segir þá, nei á götuna. Ali segir þá eins og þú vilt en þú ættir að fara niður í Útlendingastofnun. Iyad segir þá, hvers vegna á ég að fara þangað, til þess að skrifa undir pappíra ?  Ég mun ekki skrifa undir neina Covid – prófs pappíra.  Ég á börn og fjölskyldu,  þú átt líka börn og fjölskyldu. Ég ber virðingu fyrir öllum reglum og íslensku ríkisstjórninni. En hvert get ég farið ? Heimili mitt á Gaza er ónýtt og á Grikklandi höfum við ekkert. Ali segir þá, ég veit það ekki en þjónustu við þig er lokið af því að þú samþykktir ekki Covid – próf. Þú ættir að fara niður í Útlendingastofnun og ef þú vilt vera um kyrrt á Íslandi þá getur þú verið á hóteli númer 18. Iyad segir, nei ég vil það ekki og ég mun fara út úr húsnæðinu. Ali spyr um annan mann sem dvelur þarna og Iyad svarar honum því að hann sé ekki þarna. Iyad segir, ég veit að það er til slæmt fólk en ég er ekki slæmur og þú veist það, ég þrái bara venjulegt líf. Iyad spyr svo hvert hinn fulltrúi Útlendingastofnunar hafi farið, fór hann niður, vill hann ekki sjást á upptökunni ? Ali spyr þá hvort það sé verið að taka upp og Iyad tjáir honum að það sé verið að því og að þetta muni birtast í fjölmiðlum. Blaðamaður spyr á þessum tímapunkti hvort Ali sé túlkur og hann svarar því játandi. Iyad spyr þá Ali hvort hann vilji að hann taki dótið sitt og fari út ? Ali segist ekki vita það og labbar á brott.

 

Þýðing myndband 2

Iyad gengur að bílnum og segir þið vilduð að ég færi út, ég er farinn út. Ali kemur út úr bílnum og spyr Iyad hvað félagsþjónustan hafi sagt við hann ? Iyad segir að félagsþjónustan hafi sagt honum að hann ætti að fara úr húsnæðinu og hann sé farinn út því hann ætli sér ekki að vera með vandræði. Ali segir þá að félagsþjónustan hafi sagt við þá að hann hefði tvo kosti, fara út eða fara með þeim niður í Útlendingastofnun.

Hræðilegar aðstæður

Eins og fram kom í frétt Mannlífs í morgun eru hjálparsamtök og almenningur að reyna að hjálpa þessum mönnum með því að skjóta yfir þá skjólshúsi. Síðast þegar Mannlíf vissi voru  þrír af fjórum mannanna enn á götunni og ekki búið að finna fyrir þá húsaskjól. Hægt er að hafa samband við Solaris hjálparsamtök ef fólk getur veitt þeim skjól eða bent á úrræði.

Íbúðin sem Iyad dvaldi í ásamt þremur öðrum
Tveir af fjórum palestínumönnunum sem lentu á götunni í dag, fyrir utan Útlendingastofnun.

 

Íbúðin sem Iyad dvaldi í ásamt þremur öðrum

 

 

Mannlíf mun halda áfram að fylgjast með gangi mála

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -