Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Jack Hrafnkell spurði Katrínu en fékk engin svör: „Gætir þú lifað af á leigumarkaði á 250 þúsund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jack Hrafnkell Daníelsson samfélagsrýnir segist aldrei fá aftur þær 30 mínútur sem hann varði í beina útsendingu þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fyrir svörum almennings. Hann lýsir þessu í bloggfærslu en Katrín sat fyrir svörum á Facebook.

„Hún Katrín Jakobsdóttir var með beina útsendingu á Insta og Fésbókinni þar sem hún var að „svara spurningum“ frá fólki og verð ég að segja að þar kom lítið annað fram en sjálfshól um hvað hún og ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í öllum málum á kjörtímabilinu og hvað þau væru í raun frábær og æðisleg í alla staði.  Ekkert nýtt þar á ferðinni svo sem,“ segir Jack Hrafnkell.

Hann segir orðið „frábært“ hafa verið sagt fulloft. „Mér fanst erfitt að halda þræði yfir blaðrinu í henni enda ekkert nýtt sem kom fram þar þangað til hún fór að „jarma“ um stjórnarskrárbreytinguna sem hún lagði fram um daginn og ég missti töluna á því hvað hún sagði oft í þeim hluta orðið: „frábær/t“ um þetta afstyrmi sem hún ætlar að leggja fram í óþökk stjórnarskrárgafans, þjóðarinar.  Ég fékk klígjuna upp í hálsinn undir þessu sjálfshóli hennar,“ segir Jack.

Spurningarnar voru þrár og hljóðuðu svo að hans sögn: „Ekki svaraði hún spurninginni sem ég lagði fyrir hana og margir fleiri, þær urðu þrjár hjá mér og hljóðuðu svona:

1: Hvenær verður þeim ólöglega þjófnaði sem kallast „skerðingar“ afnumdar að fullu?

2: Hvenær verða bætur almannatrygginga hækkaðar þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af þeim?

- Auglýsing -

3: Gætir þú treyst þér til að lifa af á leigumarkaði af 250 þúsund krónum á mánuði útborgað?“

Þessi í stað svaraði hún spurningu um fótbolta segir hann. „Eins og við var að búast passaði hún sig á því að sniðganga þær en í lokin tók hún fram að erfiðasta spurningin sem hún fékk tengdist tuðrusparki í enska boltanum. Hvað segir það okkur þegar forsætisráðherra íslands finnst tuðruspark taka meira á sína andlegu heilsu heldur en efnahagur þjóðarinar og afkoma þeirra sem lifa undir fátækarmörkum?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -