Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jafet glímir við eftirköst aurskriðanna á Seyðisfirði: „Sef illa og er bara ein taugahrúga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jafet Sigfinnsson er heppinn að vera á lífi eftir aurskriðurnar hræðilegu á Seyðisfirði. Nú þegar níu dagar eru liðnir frá stærstu skriðunni glímir hann enn við eftirköst þar sem hann sefur lítið sem ekkert og hræðist frekari hamfarir.

Jafet greinir frá ótta sínum og vanlíðan í tísti í dag. „Fyrir 9 dögum horfði ég á um það bil 70k rúmmetra hrynja úr fjallinu fyrir ofan mig og stefna beint á húsið mitt í stærstu aurskriðu sem hefur fallið á þéttbýli á Íslandi. Einhvernveginn lifði ég þetta af en núna er ég bara ein taugahrúga, sef illa og lítið og er hræddur um að ég sé kominn með áfallastreituröskun,“ segir Jafet og bætir við:

„Núna er óveður og ég triggerast í drasl því kviðurnar í vindinum minna mig svo á drunurnar í skriðunum og ekki hjálpaði að það var slatta rigning í dag. Það er ekkert point með þessu tweeti, vantaði bara að venta pínu. Þetta er ömurlegt.“

Mikil sorg ríkir um þessi jól í Seyðisfirði eftir að aurskriður féllu á bæinn. Eyðileggingin er ótrúleg og það sýna myndir af bænum mjög vel. Svona lýsti Jafet upplifun sinni í skriðunum í færslu á Facebook daginn eftir stærstu skriðuna:

Ég fríkaði bókstaflega út. Mér fannst eins og fjallið væri að hrynja yfir okkur. Ég fann ótann koma yfir mig eins og fötu af heitu vatni væri hellt yfir mig og öskraði á pabba og Jón að það væri að koma skriða og Jón var sá eini af okkur sem gerði rétt og spratt upp stigann á aðra hæð hússins. Ég panikaði svo mikið og náði ekki að hugsa. Ég var hágrátandi því ég sá ekki hvernig ég gæti með nokkru móti lifað þetta af.
Ég er ennþá í sjokki að ég skuli hafa lifað gærdaginn af. Að sjá myndbandið af skriðunni var erfitt því mér fannst ég vera kominn aftur inní þessa hryllingsmynd. Að sjá mömmu bregðast við þessum hryllingi grætir mig, þetta var svo hræðileg upplifun. Ég trúði ekki og trúi enn varla að ég væri á lífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -