Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Jafet var nauðgað: „Ég fór í algjöra afneitun og kenndi mér sjálfum um þetta í mörg ár”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jafet Sigfinnsson opnar sig upp á gátt í viðtali við vefmiðilinn DV og segir meðal annars:

„Ég reyndi að koma út úr skápnum þegar ég var 16 ára og opnaði mig við manneskju sem er mér mjög kær. Og ég veit að það kom af góðu en ég fékk að heyra áhyggjur af viðbrögðum mínum við hugsanlegu einelti. Það var til þess að ég flúði bara beint aftur inn í skápinn og var þar í fimm ár í viðbót,“ segir Jafet og bætir því við að „þetta jók einnig andúð mína á að vera öðruvísi, mig langaði alltaf að vera „venjulegur”, eins og maður sá alltaf í öllum bíómyndunum, karl og kona hamingjusöm að eilífu með börn og hund.

Það var lífið sem ég hélt að mig langaði í og reyndi að þvinga mig þangað þótt fyrir að ég fyndi fyrir þessari kynhneigð og vildi kanna hana nánar.”

En Jafet varð fyrir hræðilegri lífsreynslu sumarið 2007, en þá var honum nauðgað:

„Ég fór í algjöra afneitun, þetta var löngu áður en ég kom út úr skápnum og kenndi mér sjálfum um þetta í mörg ár þrátt fyrir að hafa verið áfengisdauður þegar þetta gerist.

Við höfðum sofið saman áður og eftir á fannst mér ég hafa verið að gefa honum undir fótinn fyrr um kvöldið. Þarna kemur aftur inn hvernig var, og er oft enn tala um, samkynhneigð. Mér fannst ég bera ákveðna ábyrgð á að vera ekki að „tæla” gagnkynhneigða karlmenn því það væri svo rangt að vera hommi og ég bæri ábyrgð á forvitni annarra.

- Auglýsing -

Auðvitað er það ekki raunin en þannig leið mér lengi vel, jafnvel eftir að ég kom út úr skápnum. Auðvitað reyndi ég alveg við gagnkynhneigða karlmenn þegar ég var yngri en ég fór ekki yfir ákveðin mörk, tékkaði bara á hvort væri áhugi. En það þótti krípí jafnvel þótt að karlmenn mættu gera nákvæmlega það sama í samskiptum við konur. Og um leið og ég fékk nei sagði ég bless. Af hverju er krípí þegar karlmaður reynir við annan karlmann en ekki þegar að karlmaður reynir við konu? Á þessum tíma var ég þessu sammála og fannst það óviðeigandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -