Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Jákvæður Jón Viðar: „Miklu fjölhæfari og stórbrotnari leikari en Spaugstofukarakterarnir hans sýna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gagnrýnandi Íslands, Jón Viðar Jónsson færir í tal á Facebook-síðu sinni að hann hafi ekki verið nægilega ánægður með „fyrsta þáttinn í fjögurra þátta syrpu ríkissjónvarpsins um Sigga Sigurjóns í gærkveldi. Og varð fyrir vonbrigðum; vinnslan á efninu tætingsleg og lopinn alltof teygður. Stutt viðtalsbrot við fjölda fólks sem sögðu nánast öll hið sama og það sem allir vita, sem til mannsins þekkja: að hann er drengur góður, ljúfmenni hið mesta, hógvær og yfirlætislaus og – það sem ekki varðar minnstu – hefur aldrei miklast af frama sínum. Og aldrei hætt að þroskast.“

Jón Viðar Jónsson.

Vonast Jón Viðar til þess að meira kjöt verði á beinunum í þeim þremur þáttum sem eftir eru um einn dáðasta leikara Íslandssögunnar – Hafnfirðinginn Sigurð Sigurjónsson:

„Í þessum fyrsta þætti voru hins vegar alltof fá sýnishorn af list Sigurðar. Þau verða eflaust fleiri í næstu þáttum. Og væntanlega eiga þau einnig eftir að staðfesta það sem við vitum líka, við sem höfum fylgst með honum allar götur frá því hann spratt fram í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ fyrir meira en fjörutíu árum, sprúðlandi af fjöri æskunnar: að hann er svo miklu fjölhæfari – og stórbrotnari – leikari en Spaugstofukarakterarnir hans sýna. Þeir hefðu getað eyðilagt minni listamann en hann er. Það hafa þeir ekki gert, þó að þeir hafi vissulega – það verður að segjast – skyggt um of á það hversu fjölhæfur hann er.“

Og Jón Viðar er aldeilis ekki spar á hrósið þegar kemur að Sigga Sigurjóns:

„Það kom til dæmis ýmsum á óvart – heyrði maður – hversu magnaðri persónulýsingu hann skilaði í Hrútum Gríms Hákonarsonar. Og þá var Afinn litlu síðri; þar gat hann nýtt sér allt í senn: fágað og hlýlegt skopskynið ásamt því tilfinningalega innsæi og þeirri mannþekkingu sem hann býr nú orðið yfir. Og ég stenst ekki mátið að nefna Kaupfélagsstjórann í Héraðinu, hversu kunnuglegur hann var, sá útsmogni pólitíski bragðarefur. Leikara, sem spannar slíkt svið; honum eru bókstaflega allir vegir færir.“

- Auglýsing -
Siggi sem Ragnar Reykás.

Þrátt fyrir dapran fyrsta þátt, að mati Jóns Viðar, ætlar kappinn að klára þessa fjögurra þátta seríu um Sigga og hans flottu áhrif sem hann hefur haftáíslenskt leikhúslíf ogíslenska kvikmyndagerð síðustu fjörutíu árin og rúmlega það:

„Auðvitað horfir maður á næstu þætti. Byrjunin lofaði ekki nógu góðu. En við skulum sjá til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -