Jamie Lee Curtis opnar sig um fíknina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis var háð lyfseðilsskyldum verkjalyfjum í 10 ár.

Leikkonan Jamie Lee Curtis opnar sig um fíkn sína í ópíðum, eða lyfseðilsskyld verkjalyf, í nýjasta tölublaði PEOPLE. Í viðtalinu segist hún vera þakklát fyrir að hafa lifað þetta tímabil af, þessi 10 ár sem hún var háð lyfseðilsskyldum verkjalyfjum. „Enginn vissi neitt. Enginn,“ segir hún í viðtalinu.

Jamie Lee segist hafa fengið lyfseðilsskyld verkjalyf fyrst árið 1989. Lyfin fékk hún frá lýtalækni eftir að hafa gengist undir fegrunaraðgerð. Hún varð strax háð lyfjunum og næsti áratugurinn einkenndist að því að reyna að komast yfir meira. Hún viðurkennir að hafa stolið ýmsum töflum frá vinum og fjölskyldumeðlimum.

Það var ekki fyrr en árið 1999 sem hún leitaði sér hjálpar í baráttunni við fíknina. Á sama tíma sagði hún eiginmanni sínum leyndarmál sitt. Leikkonan hefur í dag verið edrú í 20 ár og segir það vera sitt stærsta afrek.

Þess má geta að eiturlyfjafíkn hefur tekið sinn toll á fjölskyldu Jamie Lee en faðir hennar, Tony Curtis, var alkóhólisti og einnig háður kókaíni og heróíni. Þá lést hálfbróðir hennar, Nicholas Curtis, af völdum of stórs skammts af heróíni árið 1994.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Umboðsmaður Beckham harðneitar að ræða hvað gerðist í veiðiferðinni

Victoria Shires, umboðsmaður David Beckham, neitar að ræða sögusagnir um veiðiferð knattspyrnumannsins fyrrverandi með Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni í...