Jarðskjálftahrina í nótt: Ljósakrónur sveifluðust í Njarðvík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúar í Reykjanesbæ áttu sumir hverjir óværa nótt vegna jarðskjálftanna sem ekkert lát er á. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa dunið yfir síðan í gærkvöld. Sjá mátti ljósakrónur sveiflast auk þess að margir fundu titringinn og hljóðið sem fylgir skjálftunum. Stærstu skjálftarnir voru rétt rúmlega þrír á Richter. Ekki er vitað um neinar skemmdir.

Upptökin að þessu sinni er í grennd við Keili, sem flestir þekkja, og Trölladyngju sem er þar skammt undan og sést víða að á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Trölladyngja, sem er keilulaga, rétt eins og Keilir hefur yfir sér ævintýralegan blæ. Grænudyngja er fast við Trölladyngju en er kollhúfulegri. Skammt undan er sú undurfagra Lambafellsgjá eða Lambafellsklofi sem klýfur Lambafell og býður upp á gönguferð í gegnum fjall. Slíkt er þó ekki ráðlegt við þær aðstæður sem nú eru.

Enginn veit hvers er að vænta á næstu dögum. Í versta tilfelli er talið að það gæti orðið stór jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum, 20 kílómetrum austan við Keili og þar með nær höfuðborgarsvæðinu. Eldgos er ekki talið líklegt og ekki stórt ef til kemur. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur lýsti því þannig að af hlytist helst „vesen“ þar sem lagnir og vegir gætu farið í sundur.

Uppfært: Stór skjálfti klukkan 08:08 í morgun.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -