Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Jim Parsons launahæstur með 3,2 milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forbes birti lista yfir tíu launahæstu sjónvarpsþáttaleikarana fyrr í dag. Leikarinn Jim Parsons er í efsta sætinu.

Viðskiptatímaritið Forbes birti í dag á vef sínum lista yfir tíu launahæstu sjónvarpsþáttaleikara heims þessa árs. Það er leikarinn Jim Parsons sem trónir á toppi listans með 26,5 milljónir Bandaríkjadala í árslaun, þ.e. fyrr skatt. Það gerir tæpa 3,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi.

Parsons er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Big Bang Theory. Þetta er fjórða árið í röð sem Parsons tryggir sér efsta sæti listans.

Tekið skal fram að listinn byggir á tekjum sem þénaðar voru frá júní 2017 til júní 2018. Um tekjur fyrir skatt og önnur launatengd gjöld er að ræða.

Hér fyrir neðan er svo listinn yfir tekjuhæstu sjónvarpsþáttaleikara þessa árs í heild sinni. Eins og sjá má taka leikarar Big Bang Theory fjögur efstu sætin.

  1. Jim Parsons (Big Bang Theory) með 3,2 milljarða króna
  2. Johnny Galecki (Big Bang Theory) með 3 milljarða króna
  3. Simon Helberg (Big Bang Theory) með 2,8 milljarða króna
  4. Kunal Nayyar (Big Bang Theory) með 2,8 milljarða króna
  5. Mark Harmon (NCIS) með 2,3 milljarða króna
  6. Ed 0‘Neill (Modern Family) 1,7 milljarða króna
  7. Eric Stonestreet (Modern Family) 1,6 milljarða króna
  8. Jesse Tyler Ferguson (Modern Family) 1,6 milljarður króna
  9. Ty Burrell (Modern Family) 1,4 milljarður króna
  10. Andrew Lincoln (The Walking Dead) 1,3 milljarður króna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -