• Orðrómur

Jóhann fengið nóg af hræðsluáróðri gagnvart Tenerife: „Er að verða mjög þreyttur á þessu bulli“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jóhann Freyr Björgvinsson, sem eitt sinn starfaði sem fararstjóri á eyjunni fögru Tenerife, er afar ósáttur við orð Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, sem varar Íslendinga við ferðalögum til eyjarinnar og víðar.

Kamilla er þeirrar skoðunar að Íslendingar séu að taka mikla áhættu með því að ferðast til útlanda og mælir einfaldlega gegn ferðalögum erlendis. Jóhann er staddur í góðu yfirlæti á Tenerife og blæs á málflutning sóttvarnarlæknisins:

Hræðsluáróðurinn heima á Íslandi er að ná sínum hæstu hæðum þessa dagana. Er að verða mjög þreyttur á þessu bulli enda er þetta allt að verða einn stór sirkus. Er búinn að vera staddur á eyjunum La Gomera og Tenerife undanfarnar 3 vikur og hef sjaldan fundið fyrir jafnmiklu öryggi og ábyrgð sem heimamenn og gestir tíðka á eigin sóttvörnum. Enn nota allir grímur við allar aðstæður hvort sem það er inni eða úti. Það er spritt útum allt og passað uppá að allir spritti sig hvert sem farið er eins og t.d. út borða eða inní verslanir,“ segir Jóhann og bætir við:

- Auglýsing -

„Þú hreinlega færð ekki að fara inn án þess að spritta þig. 2 metra regla allstaðar og svo bara til að toppa þessa umræðu enn frekar þá eru smitin hér öllu færri en á Íslandi miðað við höfðatölu. Hættum að vera hrædd og förum varlega meðan þetta gengur yfir og berum ábyrgð á okkar eigin sóttvörnum. Hættum að stuðla að öllum þessum hræðsluáróðri. Hann gerir ekkert nema auka á kvíða og depurð hjá þjóðinni.“

Jóna Dís nokkur, sem virðist einnig vera stödd á Tenerife um þessar mundir, tekur í sama streng. „Heyr heyr….. vá hvað ég er sammála þér, þoooooli ekki þessar neikvæðu fréttir frá Íslandi í sambandi við ástandið hér á Tenerife. Er bara YNDISLEGT að vera hérna núna, svo svakalega afslappað og gott, fáir á ferli og allir bara að halda almennri skynsemi,“ segir Jóna.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -