Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Jóhann Helgason fékk óvænt símtal: „Vissulega gaman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Helgason ræðir ferilinn og fræðgina í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs og símtal sem kom á óvart.

Þegar Jóhann var 22 ára gamall, árið 1972, fékk hann óvænt símtal frá stórtækum tónlistarútgefanda sem bauð honum og Magnúsi útgáfusamning. Hann hafði ekki haft hugmynd um að þá hafði tónlist þeirra félaga verið í dreifingu meðal ungs fólks á íslandi. „Einhvern veginn komst blaðamaður yfir kasettu með okkar efni og dreifði henni víða í skólum. Út frá þessu frétti síðan öflugur útgefandi af þessu og bauð okkur í kjölfarið útgáfusamning. Ég vissi í raun aldrei af þessari kasettu og því kom símtalið á óvart. Það var vissulega bæði mjög gaman og óvænt því þarna sjáum við að tónlistin okkar ætti erindi til annarra,“ segir Jóhann kátur.

Aðspurður um hvað honum þyki vænst um á tónlistarferlinum segir hann það vera að hafa auðnast að semja lög sem hafa fallið í kramið og lifað lengi. „Ég er fullur þakklætis fyrir þetta tækifæri að starfa við tónlist svona lengi. Það er alveg ómetanleg tilfinning því þetta er alls ekki sjálfsagt og ég sé það betur með árunum. Að hafa náð að semja lög sem flytjast milli kynslóða er mjög gaman og að vita til þess að lögin komi til með að lifa mig er líka mjög gaman.“

Heltekinn af Bítlunum

Jóhann var 13 ára gamall þegar Bítlaæðið braust út sem varð til þess að hann sá ekkert annað en tónlistina. Fram að þeim tíma hafði hann aðeins notað gítarinn til að stríða heimilskettinum.

„Ég kunni ekkert á gítarinn en strauk oft strengina til að að framkvæma hljóð sem kötturinn þoldi ekki. Ég varð síðan alveg heltekinn af Bítlunum og í raun allri bresku bylgjunni á þessum tíma. Þarna fór ég að læra á gítarinn og í framhaldinu bæði að semja og syngja því mig langaði til að gera eitthvað í líkingu við þessa tónlist,“ segir Jóhann.

- Auglýsing -

Fyrstu tvo áratugina á ferli Jóhanns átti hann stundum erfitt með að koma fram opinberlega vegna feimninnar. Um aldamótin síðustu tókst honum að yfirstíga hana. „Hér áður var ekkert auðvelt að koma fram. Ég hef hins vegar lært að höndla þetta betur og stýra því. Lífið væri mikið leiðinlegt ef maður þyrfti ekkert að tálga til hjá sér. Að verða frægur með þann galla að vera svona feiminn var hins vegar mikil áskorun og hér áður fyrr afþakkaði ég oft verkefni því mér fannst þetta svo óþæginlegt. Ég náði hins vegar að taka á þessu og í dag finnst mér þetta bara gaman.“

Grýttir niður á vellinum

Fyrsta skiptið sem Jóhann kom fram með hljómsveit var með hljómsveitinni Rofar árið 1964 í Pólarklúbbnum á Keflavíkurflugvelli sem var stór klúbbur fyrir óbreytta hermenn. Þeir tónleikar gengu reyndar ekkert sérstaklega vel, rifjar hann upp. „Að spila á flugvellinum var dálítið gaman því Kanarnir voru yfirleitt þakklátir fyrir tónlistina. Undantekningin voru fyrstu tónleikarnir mínir enda hermennirnir vanir góður hljómsveitum en flutningurinn hjá okkur var dáldið brotakenndur og textarnir ekki alveg á hreinu kannski. Við þurftum að forða okkur eftir nokkur lög þegar þeir fóru að grýta bjórdósum í okkur. Við létum þetta okkur að kenningu verða og æfðum mjög vel í kjölfarið,“ segir Jóhann.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Jóhann í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -