Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jóhann Helgason tapaði málinu í Los Angeles – Þarf ekki að greiða lögmannskostnað varnaraðila

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áfrýjunardómstóll í Los Angeles í Bandasíkjunum hefur nú sýknað norska lagahöfundinn Rolf Lovland og nokkra af risum plötuútgáfuheimsins, af kröfu Jóhanns Helgasonar vegna höfundarréttastuldar á laginu Söknuði er lagið You raise me up sló í gegn um heim allann.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu segir í dómnum að ekki hafi lögmanni Jóhanns ekki tekist að hrekja greiningu sérfræðings sem kallaður var til vitnis af varnaraðilum í málinu. Dr. Lawrence Ferrara komst að þeirri niðurstöðu að líkindin milli laganna væru ekki veruleg en dómstóll í borg englanna hafði áður komist að þeirri niðurstöðu einnig.

Söknuður kom út árið 1977 með Vilhjálmi Vilhjálmi og hefur lifað í hjörtum Íslendinga síðan. Árið 2001 kom lagið You rais me up og varð það heimsfrægt í flutningi Josh Groban árið 2003 og aftur þegar Westlife tók það upp á arma sína 2005. Hafði lögmaður Jóhanns bent á fyrir dómi að hinn norski Lovland hafi komist í margvísleg tengsl við Söknuð, meðal annars hafi hann heyrt það þegar hann var staddur á landinu. Þá sagði hann að líkindin milli laganna væri augljós.

Jóhann stefndi auk Lovland fjöldi útgáfurisa en helst ber að nefna Apple, Universal, Warner og Spotify.

Þó að Jóhann hafi tapað málinu taldi dómurinn ekki að hann þyrfti að greiða lögmannskostnað varnaraðilanna sem var krafa þeirra en krafan hljóðaði upp á rúmlega 40 milljónir króna. Segir í dómnum að þar sem stefna Jóhanns hafi ekki verið óréttmæt, sé réttast að aðilar greiði eiginn lögmannskostnað.

Hins vegar er kröfu varnaraðila í málinu, um að Jóhann greiði lögmannskostnað þeirra, hafnað en krafan nam yfir 40 milljónum króna. Í dómnum segir rétt að aðilar greiði eigin lögmannskostnað þar sem lögsókn Jóhanns hafi að ekki verið að óréttmæt.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má hlusta á bæði lögin:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -