Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Jóhann Páll vill þingsæti: „Mér finnst Bjarni Benediktsson vera veikur leiðtogi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mín pólitík snýst ekki og mun aldrei snúast um stemmninguna í mötuneyti Alþingis. Það er alveg á hreinu. Ég sinnti störfum mínum sem blaðamaður af alúð og stundum skrifaði ég harkalega um fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, sem vill komast til áhrifa innan Samfylkingarinnar með að það markmiði að setjast á þing. Á Alþingi mun hannn hitta fyrir fólk sem orðið hefur fyrir penna hans. Jóhann er í helgarviðtali Mannlífs þar sem hann lýsir skoðunum sínum og litríku lífshlaupi.

Jóhann Páll hlaut tilnefningu árið 2018 fyrir umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Í kjölfar umfjöllunarinnar var sett lögbann á vinnnustað Jóhanns, Stundina, sem var svo aflétt með dómi ári síðar.

Jóhanni Páli hugnast ekki að vinna með Bjarna í stjórnnarsamstarfi. Hann telur að  Bjarna sé ekki treystandi til að fara með opinbert vald.

„Mér finnst Bjarni Benediktsson vera veikur leiðtogi og ekki hafa hemil á flokknum sínum. Ég gæti auðvitað aldrei setið í ríkisstjórn sem byggir á samkomulagi sem burðarflokkur virðir ekki. Mér finnst Sjálfstæðisflokknum hafa mistekist að standa undir því trausti sem aðrir flokkar hafa sýnt honum. Samfylkingin gerði þau mistök á árunum fyrir hrun að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það dró ekki fram það besta í Samfylkingunni á sínum tíma en flokkurinn hefur lært af þeim mistökum og gert þau upp að verulegu leyti. Nú göngum við til kosninga að ári og heitum því að vinna ekki með Sjálfstæðisflokknum. Atkvæði greitt Samfylkingunni verður atkvæði gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn,“ segir hann.

Jóhann er spurður hvað einkenni góðan stjórnmálamann. „Góðum stjórnmálamanni þarf kannski fyrst og fremst að þykja vænt um fólk. Við skulum orða það þannig. Hann þarf að hafa þá auðmýkt að geta hlustað á sjónarmið frá mörgum hliðum og hann þarf að hafa metnað til að setja sig vel inn í hlutina og beita dómgreindinni sinni.“

Helgarviðtalið við Jóhann í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -