Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Jóhann segir þetta ljótustu birtingarmynd nauðgunarmenningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum blaðamaður Stundarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú situr á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, þykir það „vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar, þegar ríkisvaldinu er beitt til að þvinga þolanda ofbeldis til að umgangast gerandann.“ Þetta skrifar hann á Facebook síðu sinni.

Jóhann Páll listar því næst upp sex dæmi sem hann sækir í úrskurð sýslumannsembætta og dómsmálaráðuneytisins. Öll eiga dæmin sex það sameiginlegt að barn sé þvingað til umgengis við föður sinn. Föður sem ýmist hefur beitt barn sitt ofbeldi eða móður þess.

Árið er 1999. Sýslumaðurinn í Reykjavík ákveður að skikka tvær ungar stúlkur til umgengni við föður þeirra, mann sem hafði skömmu áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn eldri systrum þeirra.

Árið er 2004. Faðir ungrar stúlku hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan vill búa hjá móður sinni og alls ekki umgangast kvalara sinn – en sýslumaður ákveður að skikka hana til að hitta hann undir eftirliti. Dómsmálaráðuneytið staðfestir úrskurðinn.

Árið er 2005. Sýslumaður viðurkennir að drengur hafi beðið skaða af því að verða ítrekað vitni að ofbeldi föður síns gegn móður sinni. En á móti kemur, segir sýslumaður, að „sú togstreita og reiði sem móðir [ber] til föður [er] ekki síður skaðleg“ – svo hann ákveður að drengurinn skuli skikkaður til reglulegrar umgengni við manninn.

Árið er 2008. Stúlka segir frá því að faðir hennar hafi beitt hana kynferðisofbeldi og biðlar til barnaverndarnefndar og sýslumanns að fá að vera í skjóli frá honum. Fallist er á það með vísan til framlagðra gagna og álits úr Barnahúsi – en yngri systir hennar er hins vegar send til föðurins, enda þykir ekki sýnt að hún hafi enn lent í föðurnum.

- Auglýsing -

Árið er 2017. Sýslumaður kveður upp úrskurð þar sem sú staðreynd að móðir hefur sakað föður um ofbeldi án þess að það leiddi til ákæru eða dóms er notuð til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið. Tveimur árum síðar staðfestir dómsmálaráðuneytið úrskurðinn. Skilaboðin skýr: ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi maka og vilt verja barnið þitt fyrir honum, ekki segja frá!

Árið er 2019. Dómsmálaráðuneytið úrskurðar í umgengnismáli þar sem liggja fyrir lokaskýrslur úr Barnahúsi um að „brot og framkoma föður“ hafi haft „mikil áhrif á líðan“ barnanna og barnageðlæknir segir það að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“. Sýslumaður brýnir hins vegar fyrir móðurinni að hvetja börnin til að umgangast föðurinn og ráðuneytið kallar eftir frekari rannsókn á því hvort börnin vilji alveg örugglega ekki umgangast manninn þrátt fyrir frásagnir þeirra í Barnahúsi.

Jóhann Páll spyr hvort stjórnmálamenn af vinstri- og hægri væng geti ekki sameinast um nauðsynlegar breytingar í þágu þolenda.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -