• Orðrómur

Jóhanna undrandi þegar leit undir sófann – “Veist þú hvað þetta er?”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Veit einhver hvaða padda þetta er?? Fann þrjár undir sófanum mínum.“

Jóhanna nokkur kallar á aðstoð í Facebook hópnum Þrifatips við greiningu á skordýrunum sem hún fann á heimilinu sínu. Flestir geta líklegast verið sammála um að vilja síður hafa slíka gesti á heimili sínu.

Tvær af pöddunum sem Jóhanna fann undir sófa hjá sér.

- Auglýsing -

Nokkrar hugmyndir hafa komið upp hvaða skordýr þetta eru, en ekki eru allir sammála um hvað þarna sé á ferð.

„Lítur smá út eins og bed bugs (veggjalús), en ég er ekki viss,“ skrifar ein.

Annari finnst líklegt að þarna séu feldgærur eða hamgærur á ferð.

- Auglýsing -

Og Dóra nokkur skrifar: „Spurning hvort þetta gæti verið perluþjófur eða húsþjófur.“

Jónína nokkur skrifar: „Önnur er ranabjalla og hin líklega feldgæra. Gæti líka verið hambjalla en hún og feldgæran eru mjög líkar. Bölvað að hafa þær í húsinu hjá sér en ranabjallan er sauðmeinlaus plöntuæta sem hefur bara þvælst inn til þín. Settu hana bara út  hin er meira vesen.“

En nokkrar ráðleggja Jóhönnu að eitra hið snarasta.

- Auglýsing -

„Þarft að eitra og myndi panta tíma strax.“

„Ég myndi halda Hambjalla, fékk einu sinni þannig það var undir sófa í stofunni, tók bara eftir að þær voru að naga t.d í sokk sem var undir, ég fékk mann sem kom og eitraði og fann það út, geta verið brúnleitar og líka dekkri – var líka í skáp undir vaski. Gangi þér vel,“ skrifar Elín nokkur.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -