Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jóhannes Haukur fer á kostum í stiklu fyrir nýja Netflix-seríu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Netflix hefur sett í loftið nýja stiklu fyrir sjónvarpsþættina The Innocents sem fara í sýningar á efnisveitunni þann 24. ágúst næstkomandi. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með stórt hlutverk í þáttunum og fer á kostum í stiklunni.

Þættirnir fjalla um unglingsparið Harry og June sem flýja foreldra sína til að geta verið saman. Öll þeirra framtíðarplön komast í uppnám þegar í ljós kemur að June getur breytt sér í hvaða manneskju sem er. Eins og sést í stiklunni hér fyrir neðan breytir hún sér meðal annars í fyrrnefndan Jóhannes Hauk.

Meðal annarra leikara í þáttunum er breski leikarinn Guy Pearce sem tilnefndur hefur verið til fjölda, alþjóðlegra verðlauna, og er líklegast þekktastur fyrir leik í kvikmyndunum Memento, L.A Confidential og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert.

Jóhannes Haukur sagði í viðtali við Mannlíf fyrir stuttu að hann væri samningsbundinn að leika í annarri seríu af The Innocents ef ákveðið verður að ráðast í gerð seríu númer tvö. Það ræðst auðvitað allt eftir viðtökunum, en stiklan lofar góðu.

Jóhannes flottur í The Innocents.

„Netflix-serían The Innocents verður frumsýnd í júlí og ef ákveðið verður að gera aðra seríu er ég samningsbundinn að leika í henni. Þá fer ég aftur í tökur í september eða október, að því gefnu að verði gerð önnur sería sem ég veit ekki fyrr en í ágúst. Mögulega leik ég í skandinavískri bíómynd í ágúst en það er allt á samningsstigi og ekkert ákveðið. En það væri gaman,“ sagði leikarinn, en þegar viðtalið var tekið var ekki komin frumsýningardagsetning á sjónvarpsþættina, en hún er 24. ágúst eins og áður segir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -