Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Jóhannes spáir hruni eða óðaverðbólgu: „Flest bendir til þess að 2021 verði vægast sagt hrikalegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jóhannes Björn Lúðvíksson, höfundur bókarinnar Falið Vald og samfélagsrýnir, segir að árið 2021 verði ekkert skárra en árið 2020, líkt og margir virðast halda. Hann segir allt benda til þess að hlutabréfamarkaðir heimsins hrynji síðar á árinu. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það sé óðaverðbólga, sem sé síst skárri kostur fyrir flesta.

„Flest bendir til þess að 2021 verði vægast sagt hrikalegt á verðbréfamörkuðum heimsins. Eins og sagan hefur kennt okkur þá eru draumar um að hlutirnir séu “öðruvísi núna” aðeins tálsýn. Botnlausar skuldir og skipulagður taprekstur fyrirtækja hafa aldrei og munu aldrei enda í öðru en hruni og gífurlegum afskriftum,“ skrifar Jóhannes á Facebook.

„Síðan í ársbyrjun 2008 (þegar peningakerfið hrundi og miklar afskriftir voru nauðsynlegar) hafa fjórir stærstu seðlabankar heimsins aukið grunnmagn peninga í umferð úr fimm trilljónum dollara (evrópskar billjónir) í 26 trilljónir dollara. Samanlagðar skuldir í hagkerfi heimsins hafa síðan 2006 farið úr 125 trilljónum dollara í tæplega 300 trilljónir. Á sama tíma hefur raunverulegur hagvöxtur ekki aukist neitt í líkingu við peningaframleiðsluna.“

Jóhannes segir hlutabréfamarkaði dýrari en þeir voru í aðdraganda kreppunar miklu. „Ríkasta 1% heimsins (sem situr næst uppsprettu peninganna og getur grætt á vaxtamismuni og braski út um allan heim) hefur þó grætt ótæpilega á þessu lánafylleríi. Allt nýtt fjármagn sem sett er í umferð er lánað og er því skuld einhverra. Allar skuldir eru ávísun á verðmæti sem sköpuð eru í framtíðinni. Það er enginn „free lunch.“ Ef einhver seðlabanki byrjar að “gefa” peninga — setur nýtt fjármagn í umferð sem ekki þarf að endurgreiða— þá skapast verðbólga eða óðaverðbólga eins og í Þýskalandi 1923.

Hlutabréfamarkaðir heimsins, sérstaklega í Bandaríkjunum, eru dýrari en þeir hafa verið í sögunni. Dýrari en 1929 … og þá er mikið sagt. Það er alveg sama hvernig þetta er mælt — verðmæti allra hlutabréfa miðað við þjóðartekjur, verð miðað við tekjur fyrirtækja o.s.frv. — markaðirnir eru hreint út sagt sturlaðir. Fallið verður ekki minna en 50%.“

Hann segir að eitt gæti komið í veg fyrir hrun. „Hér þarf þó að slá einn varnagla. Risastórir lífeyrissjóðir, borgir og sveitafélög (og heilu samfélögin) eru víða tæknilega gjaldþrota. Kannski verða seðlabankarnir að prenta gengdarlaust (gegn betri vitund) til þess að halda öllu gangandi. Þá lækkar óðaverðbólga skuldirnar og verðbréf lækka ekki mikið, en í staðinn tapa raunverulegu verðgildi sínu og kaupmætti,“ segir Jóhannes.

- Auglýsing -

Hann segir bílafyrirtækið Tesla eitt besta dæmið um bólu sem muni springa. „Samkvæmt tölum Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og seðlabanka seðlabankanna, Bank for International Settlements, þá eru 15 – 20% allra fyrirtækja heimsins hálfdauð. Þau eru rekin með endalausum skuldum. Besta dæmið um þetta er sennilega Tesla. Fyrirtækið á mikið hól skilið fyrir að innleiða rafbíla og neyða gömlu bílafyrirtækin til þess að taka rafbíla alverlega, en verðlagning á hlutabréfum Tesla minnir óþyrmilega á túlípana-ævintýrið í Hollandi á sautjándu öld. Öll hlutabréf Tesla — fyrirtækis sem framleiðir 0,7% bíla heimsins og safnar skuldum jafnt og þétt —kosta samanlagt 669 milljarða dollara,“ skrifar Jóhannes og heldur áfram:

„Samanlagt andvirði hlutabréfa Toyota, Lexus, Volkswagen, Audi, Porsche, Mercedes, Genaral Motors, BMW, Honda, Ford og Fiat Chrysler (og flest þessi fyrirtæki, ólíkt Tesla, skila hagnaði) er 654 milljarðar dollarar. Eins og sagt var í upphafi, árið 2021 verður hrikalegt á bæði hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum heimsins … eða ég má hundur heita!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -