John Snorri kvaddur: „Hvetjum alla að taka þátt með því að tendra ljós hjá sér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðstandendur John Snorra Sigurjónssonar heitins ætla að kveðja hann við Vífilsstaðavatn á sunnudaginn. Þau hafa stofnað viðburð á Facebook og hefur fjöldi fólks nú þegar boðað þátttöku sína. Fjallgöngugarpurinn er talinn hafa látist eftir að hafa náð tindi mannskæða fjallsins K-2 í Pakistan ásamt tveimur félögum, heimamanninum Ali Sadpara og Sílemanninum Juan Pablo Mohr.

Bænastundin á sunnudaginn verður jafnframt helguð þeim. Í lýsingu viðburðarins segir: „Vinum og vandamönnum John Snorra Sigurjónssonar langar að koma saman og biðja fyrir honum og um leið samferðamönnum hans Muhammad Ali Sadpara and Juan Pablo Mohr, á sunnudag.“ Tæplega sex hundruð manns hafa lýst yfir áhuga á viðburðinum á skömmum tíma.

Von aðstandenda Johns Snorra er að með þessu geti vinir og vandamenn hans um allan heim sameinast. „Okkur langar að koma saman tendra ljós og hugsa til vinar okkar og biðjum fyrir honum, Juan og Ali á öllum tungumálum og trúarbrögðum. Hægt er að koma á staðinn og tendra ljós og biðja fyrir honum. Séra Jóna Hrönn Bölladóttir mun leiða. Við viljum líka hvetja alla sem ekki eiga heimangengt að taka þátt með því að tendra ljós hjá sér og deila með okkur hér á viðburðinum. John á vini og vandamenn um allan heim og með þessum hætti getum við sameinast.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -