Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

John Snorri látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er nú talinn af. Ferðamálaráðherra Pakistan gaf það formlega út í dag að Íslendingurinn og tveir göngufélagar hans, heimamaðurinn Ali Sadpara og Sílemaðurinn Juan Pablo Mohr, væru látnir og leitað yrði nú áfram að líkum þremenninganna.

Leit pakistanska hersins að John Snorra og félögum hefði staðið yfir í tæpar tvær vikur við afar erfiðar aðstæður á hinu mannskæða fjalli K 2. Félagarnir þrír lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld 4. febrúar og er jafnvel talið að þeir hafi náð á tindinn en lent í ógöngum á niðurleið. Frá því snemma daginn eftir hefur ekkert spurst til þeirra og leit engan árangur borið.

Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“

Pakistönsk yfirvöld hafa nú formlega gefið það út að þremenningarnir séu látnir því enginn geti lifað af þetta lengi við svona erfiðar aðstæður. Það er mat veðurfræðinga, sérfræðinga hersins og annarra fjallgöngumanna. Vísir greindi frá og vísaði þar í umfjöllun pakistanskra fjölmiðla. Þar er vitnað í Sajid Sadpara, son Ali Sadpara sem var á fjallinu með John Snorra:

„Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -