Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

John Snorri talinn af – Líkur á að hann hafi toppað K 2

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég tel þá hafa toppað fjallið. Þeir hafa lent í slysi á niðurleiðinni því um nóttina skall á mikið hvassviðri. Verandi í 8.000 metra hæð að vetrarlagi svona marga daga gefur mér enga von um að þeir séu á lífi,“ segir Sajid Sadpara, einn fjórmenninganna sem stefndi á topp K 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. Í hópnum var John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur sem nú er talinn látinn eftir að hafa verið týndur á hinu mannskæða fjalli frá því snemma á föstudagsmorgun.

Allt að 75 stiga frost hefur verið á K 2 síðustu daga og leit hefur því miður engan árangur borið. Þetta eru orðnir fjórir sólarhringjar sem John Snorra og félaga hans, Muhammad Ali Sadpara, föður Sajid, og Juan Pablo Mohr, hefur verið saknað í þessum erfiðu aðstæðum.

Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“

Nú er svo komið að Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, segir litla sem enga von á því að hann finnist á lífi. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur. Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu,“ sagði Lína í tilkynningu sem hún sendi út í gær.

Colin O´Brady, heimsþekktur fjallagarpur, telur að John Snorri sé nú látinn. Sjálfur glímdi hann við K 2 í vetur en ákvað að snúa við. Hann ritaði harmþrungna færslu á Instragram-síðu sinni.

„Ég hef haldið aftur af því skrifa þessa færslu, í veikri von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En núna hafa liðið fjórar nætur frá því ég var síðast með þeim Ali Sadpara, John Snorra and JP Mohr í grunnbúðum 3 á K2 og enn hefur ekki heyrst frá þeim eftir að þeir héldu áfram áleiðis á toppinn en ég, af einhverjum ástæðum, ákvað að fylgja eðlisávísuninni og snúa við. Ég tel nú að þeir séu ekki lengur á lífi,“ segir Brady og bætir við:

- Auglýsing -

„Allir mennirnir þrír voru feður. Hjarta mitt er brostið vegna barna þeirra og fjölskyldna. Þessir menn voru stórmerkilegar manneskjur, hlýir og ástúðlegir og höfðu til að bera mikil heilindi. Söknuðurinn eftir þeim verður hræðilegur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -