Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Jói Fel missir glæsihús sitt í Garðabænum á uppboð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er skammt stórra högga á milli hjá bakaranum Jóhannesi Felixsyni, eða Jóa Fel. Bakarískeðja hans var úrskurðuð gjaldþrota 23. september síðastliðinn og á miðvikudaginn næsta fer á uppboð glæsihús bakarans við Markarflöt í Garðabæ.

Það er Landsbankinn sem krefst þess að húsið verði selt á uppboði en Jói Fel á sjálfur 60 prósenta eignarhlut í húsinu. Restin er væntanlega veðsett hjá bankanum.

Bakarískeðja Jóa Fel var úrskurðuð gjaldþrota í héraðsdómi og Bakarameistarinn hefur nú þegar tekið við rekstri bakaríanna. Eftir að fyrirtækið hafði ekki greitt iðgjöld til lífeyrissjóðs þrátt fyrir að hafa dregið þau af launaútborgunum til starfsmanna fór LIVe, lífeyrissjóður verslunarmanna, fram á gjaldþrot bakaría Jóa Fel.

Mannlíf náði tali af Jóa Fel rétt áður en keðja hans var úrskurðuð gjaldþrota. Þá var bakarinn í skugga gjaldþrots og vissi ekki hvernig myndi fara fyrir bakaríunum sínum. Jói  hefur áður misst bakarí utan höfuðborgarsvæðisins í gjaldþrot. „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá veit ég ekki hver staðan er. Ég bara veit það ekki,“ sagði Jói Fel í samtali við Mannlíf þegar hann er spurður út í stöðuna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -