Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jólunum stolið af fátækum Íslendingum: „Mannvonska og níðingsháttur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jack Hrafnkell Daníelsson, sem heldur úti vefnum skandall.is, segir að jólunum hafi einfaldlega verið stolið af fátækasta fólkinu á Íslandi. Öryrkjabandalagið vakti athygli á því fyrr í dag að eingreiðsla væri einungis 50 þúsund í desember.

Samtökin segja á Facebook: „Eingreiðsla 50 þúsund í desember. Af gefnu tilefni grennslaðist ÖBÍ fyrir um hvort TR hygðist nota þessa eingreiðslu til skuldajöfnunar hjá þeim sem eru að endurgreiða ofgreiðslur. Svar stofnunarinnar barst seint í gær. Það verður ekki gert. Hins vegar er í lagafrumvarpinu komin ný dagsetning, að þessi greiðsla skuli greidd í síðasta lagi 31. desember. Við leitum nú svara við af hverju þeirri dagsetningu var breytt.“

Jack Hrafnkell segir þetta til skammar. „Fyrir nokkru síðan var ákveðið á Alþingi að greiða skyldi öllum öryrkjum á íslandi 50 þúsund krónur skatta og skerðingarlaust svo þeir gætu í það minnsta haldið jólahátíðina upp að einhverju marki og skyldi sú upphæð greiðast út ekki seinna en 18. desember næstkomandi,“ segir hann og heldur áfram:

„Í dag birtir síðan Öryrkjabandalag Íslands stutta tilkynningu á fésbókarsíðu sinni þar sem kemur fram að TR hefur ákveðið EINHLIÐA að fresta greiðslunni til 31. desember og með því hreinlega stela jólunum af fátækasta fólkinu á Íslandi.“

Hann furðar sig á því hver hafi tekið þessa ákvörðun. „Með gramsi á heimasíðu TR ásamt því að fara í gegnum heimasíður þeirra ráðaneyta sem hafa með þessi mál að gera hefur ekki fundist stafkrókur um þessa frestun og verður því að áætla sem svo að þetta sé ekkert annað en geðþóttaákvörðun forstjóra og stjórnar Tryggingarstofnunar Ríkisins,“ segir Jack og bætir við að lokum:

„Nú þarf ráðherra félagsmála sem og ráðherra fjármála ásamt forsætisráðherra að stíga inn og stoppa þetta mannhatandi batterí sem Tryggingastofnun er, því þetta flokkast ekki undir neitt annað en mannvonsku, níðingshátt og pyntingar að koma svona fram við fátækt fólk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -