Fimmtudagur 23. mars, 2023
-2.1 C
Reykjavik

Jón Ásgeir segir að „krónan er versti ó­vinur at­vinnu­lífsins og fólksins í landinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Ás­geir Jóhannes­son, stjórnar­for­maður Skeljar, er á því að það sé ein­föld á­stæða fyrir að fjár­festing er­lendra aðila á Ís­landi sé miklu minni en á hinum Norður­löndunum; ís­lenska krónan.

Kemur þetta fram í nýrri árs­skýrlu Skeljar, en það er Við­skipta­blaðið sem greindi fyrst frá.

„Það er ekki vegna þess að það sé skortur á afli, þekkingu, hug­viti eða dugnaði í ís­lensku at­vinnu­lífi, heldur er skýringuna að finna í ís­lensku krónunni, sem er versti ó­vinur at­vinnu­lífsins og fólksins í landinu – en meira um það síðar,“ segir Jón Ás­geir í skýrslunni áðurnefndu.

Hann vonast til að Skel geti lokkað til sín inn­lenda og er­lenda fjár­festa til að fjár­festa á Íslandi.

Óhætt er að segja að árið 2022, hjá Skel, hafi verið afar við­burða­ríkt; en fé­lagið er nú orðið full­burða fjár­festinga­fé­lag.

„Þegar litið er til baka er ljóst að veg­ferðin var viða­meiri en upp­haf­lega var gert ráð fyrir. Með mikilli þraut­seigju starfs­manna náðist að skera á sam­ofna strengi milli þeirra. Um mitt ár voru fé­lögin farin að geta horft fram á veginn með skýra stefnu að verða hvert og eitt best á sínu sviði. Ég leyfi mér að full­yrða að vel hafi tekist til og náðst hafi að hrista sofanda­háttinn af þeim, sem ein­kenndi þessar rekstrar­einingar að á­kveðnu leyti meðan þær voru allar sam­ofnar.“

- Auglýsing -

Þess má geta að fyrirtækið Skel hagnaðist um 17,5 milljarða króna í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -