Laugardagur 25. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Jón Baldvin fyrir dóm í dag: „Gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður Jóns Baldvins er Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Jón Baldvin mætti fyrir dóm í febrúar á þessu ári þar sem hann mætti dóttur sinni Aldísi Schram og fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu.
Málið í dag snýst um ásakanir Camenar Jóhannsdóttur á hentur ráðherranum fyrrverandi. Hefur Jón Baldvin verið sakaður um fjölmörg kynferðisbrot, yfir margra ára tímabil.

Fyrr á árinu hafði Jón Baldvin meðal annars hvatt þjóðina að rísa upp gegn Metoo byltingunni, en kom það fram í aðsendri grein hans í Fréttablaðinu.
Þá sakar hann konur um að hafa hreint og beint logið í greininni. 

Carmen Jóhannsdóttir er ein þeirra kvenna sem hefur staðið upp gegn Jóni Baldvini. Þá hefur hún lýst kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hans hálfu árið 2018.
„Ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn.“

Fjölmargar konur hafa deilt sögum sínum af fyrrum ráðherranum. Sögurnar eru bæði gamlar og nýjar. Elstu eru frá 13 til 14 ára nemendum Jóns er hann kenndi við Hagaskóla á sjöuna áratugnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -